Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 28

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 28
Flying Enterprise." Klukkan 3,20 sendir Dexterous til Turmoil: „Ætlið þér að fara fyrstur að hinu sökkvandi skipi?“ Turmoil svarar: „Já, þér komið á eftir okkur.“ Klukkan 3,22 sendir Turmoil eftirfarandi til Willard Keith og Dexterous: „Carlsen skipstjóri og Dancy hafa kastað sér útbyrðis. Þeir eru núna í sjónum. Við förum nær til þess að ná þeim upp.“ Klukkan 3,27 sendir Turmoil til Willard Keith: „Við höfum þá! Báða! Þeir voru hérumbil 5V2 mínútu í sjónum. Við náðum fyrst í Carl- sen, svo Dancy." Willard Keith svarar: „Ágætt! Þurfið þér á læknishjálp að halda? Ef nauðsynlegt, getum við sent lækni.“ Turmoil: „Þökk fyrir, en það er ekki nauðsynlegt. Við höldum nú rakleitt til Falmouth. Eg geri ráð fyrir, að við verðum komnir þangað í kvöld klukkan 8—9.“ Klukkan 3,30 sendir Willard Keith eftirfar- andi fregn: „Hér er Willard Keith! Willard Keith! Tur- moil hefur bjargað Carlsen og Dancy. Þeir eru þar um borð og líður vel.“ Klukkan 3,31 sendir Lands End til Willard Keith: „Við óskum ykkur öllum til hamingju! Þetta var vel af sér vikið! Til hamingju!“ Willard Keith svarar: „Við erum líka mjög glaðir yfir því, að björgunin tókst svo vel. Húrra!“ Klukkan 3,32 sendir Turmoil þessa frétt til Willard Keith: „Öllu lauslegu á þilfari Flying Enterprise skolar nú fyrir borð. Nú leggst siglutréð í sjó- inn. Hafrót er allmikið." Klukkan 3,33 sendir Tunnoil: „Enterprise er í þann veginn að sökkva, aft urhlutinn fer á undan. Verður ekki lengi ofan- sjávar úr þessu.“ Klukkan 3,40 sendir Dexterous til Willard Keith: „Framstafninn er enn upp úr sjó.“ 28 --------- NÝTT SOS Klukkan 4,07 sendir Turmoil enn: „Nú sést ekkert nema reykháfurinn. Bíðum við! Afturlyftingin kemur enn einu sinni upp úr sjónum. Nú er hún horfin, en framstafninn rís enn hátt upp úr sjó.“ Klukkan 4,11 sendir Willard Keitli: „Flying Enterprise hefur nú sokkið. Nú sést ekkert lengur til skipsins.“ Klukkan 4,15 sendir svo Willard Keith loka- skeytið til skipstjóra og áhafnar Turmoil: „Þér hafið áunnið yður virðingu og aðdá- un fyrir björgunartilraunir yðar og framúr- skarandi sjómennskuhæfileika, sem þér hafið greinilega sýnt, að þér eruð gæddur. Við von- umst til, að geta heilsað upp á yður í Fal- mouth.“ Turmoil svarar: „Við þökkum!" Þetta voru þá endalokin. Áhöfn Turmoil stendur á þilfarinu og þar ríkir djúp þögn. Carlsen horfir á skip sitt hverfa í djúpið og drúpir höfði. • Hann sá þó ekki það allra síðasta, er skip hans hvarf í öldurnar. Hann hafði áður gengið undir þiljur. * Hvað kostaði björgunartilraunin við Flying Enterprise? Björgun Carlsens skipstjóra og Dancys, svo og tilraunin til þess að draga Flying Enterprise til hafnar, hefur samkvæmt umsögn skipafélags- ins Isbrandtsens í New York, kostað um eina milljón dollara. Gæzlustarf tundurspillanna Jolin W. Weeks og Willard Keith kostaði sem næst 60.000 dollara. Kostnaður við úthald drátt arskipsins Turmoil nam á dag 250 sterlings- pundum. Þar við bætist kostnaður dráttarskip- anna Dexterous og Abeille 25. Þó var ekki skylt að greiða hinum síðarnefnda neitt, nema um það væri sérstaklega samið við eigendur. Þá var greiddur allur biðkostnaður þeirra skipa, sem björguðu áhöfn Flying Enterprise og farþegum. Ennfremur allur kostnaður við skeytasendingar og símtöl o. m. fl. Tryggingamiðstöðin í New York greiddi út- gerðinni 612000 dollara vegna taps skipsins. Önnur tryggingafélög hækkuðu upphæðina í 800000 dollara eða 64% tryggingafjárins.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.