Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 31
trúi Mexikó, ásamt ungri konu sinni, Aliciu. Auk þeirra voru 28 hvítir menn — allt starfs- menn brezka félagsins — og svo svertinginn Muto, sem passaði vitann á Clipperton Rock. Allir eyjabúar hötuðu Muto. Hann var eins heiftúðugur og liann var stór, og börnin flýðu undan honum, aðeins ef hann leit til þeirra blóðhlaupnum augunum. Stuttu eftir, að mexikönsku hermennirnir voru farnir frá eynni, hafði Muto reynt að taka eina konuna nauðuga. Maður liennar hafði ráð- ist að honum með öxi, en Muto greip hann með sterkum handleggjunum og fleygði hon- um frarn af klettunum. Maðurinn lézt sam- stundis. Aranud kapteinn kallaði alla mennina sam- an — 14 talsins — og ákvað að halda Muto í fangelsi, þar til næsta birgðaskip kæmi, þá átti hann að sendast lieim til Mexikó og ákærast fyrir morð að yfirlögðu ráði. Fimmtán móti einurn. Það ættu þeir að hafa, jafnvel þótt Muto byggi yfir ómannlegu afli. En Muto bjó um sig í vitanum og lét grjóti rigna yfir mennina, þegar þeir komu til að taka hann höndum. Arnaud skaut á hann, en hitti ekki, og Muto hló hátt að honum. Hann hafði læst ramgerðum eikardyrum vitans. Það var ómögulegt að komast inn í vitann. Arnaud kapteinn leit uppgefinn á menn sína. — Það væri heimskulegt að leggja nokkuð í hættu, sagði hann. — Hann hefur allt í hendi sér svo lengi sem liann er þarna inni. En fyrr eða síðar verður hann neyddur til að koma út til að sækja sér mat og vatn. Við setjum þrjá menn á vörð. Skjótið, ef þið teljið það nauðsynlegt. Muto er orðinn brjálaður. Hinir snéru aftur til kofa sinna. Nóttin kom. Arnaud var ekki rótt, en hann reyndi að hrista það af sér. Það var aðeins einn útgangur úr vitanum — og þar fyrir utan sátu þrír menn vopnaðir rifflum. Um miðnætti yrðu þeir leystir af, og svo klukkan sex um morgun- inn kæmu aðrir nýir á vörðinn. Hvaða möguleika hafði þessi eini svertingi gegn þessu ofurefli? En nokkrum mínútum fyrir miðnætti hrökk hann upp við skot og hröp. Hann þaut fram úr rúminu — glaðvakandi. Hann þurfti ekki að kalla á hina, því þeir höfðu líka heyrt skot- in. Þegar þeir komu upp að vitanum, bar fyrir augu þeirra hræðilega sjón. Tveir varðanna lágu dauðir með muldar höfuðkúpur. Hinn þariðji var horfinn. Og rifflar hinna og skot- færi voru einnig horfin. Hvaða þýðingu þetta hafði fengu þeir að vita, áður en þeir höfðu haft tíma til að liugsa sig um, því allt í einu hvinu kúlurnar í kring um þá frá vitanum. Mennirnir hlupu í skjól undir undir klett- unum frarnan við vitann og biðu þolinmóðir, þar til sólin var komin upp. Arnaud varð eftir með tveim mönnum, meðan hinir fóru til þorpsins að borða, og á meðan reyndu þeir tví- vegis að gera áhlaup á vitann. En það var of áhættusamt, því nú, i dagsljósinu, voru kúlur Mutos mun hættulegri. — Eina von okkar er, að okkur takist að svelta hann út, sagði Arnaud óánægður. — Hann er þó ábyggilega matarlaus! En þar ályktaði hann skakkt, því í sama bili kom kona hans, Alicia, æðandi, og skýrði frá því stynjandi, að forðabúrið hefði verið rænt, og að meira en helmingurinn af lífsnauðsynjum þeirra væri horfið. Forðabúrið lá tæpa 100 metra frá vitanum, og Muto hafði getað verið búinn að ræna það áður en þeir fóru að vakta hann. Arnaud sendi hana til baka til hinna kvenn- anna og gekk síðan afsíðis með Ramirez. Ram- ires var verkstjóri, sterkur og hugaður maður. — Við skiljum nokkra menn eftir hérna nú, sagði Arnaud. — Svo þegar dimmir, verðum við, ég og þú, að reyna að klifra upp vitann og komast inn í hann. Ef til vill særumst við — en við verðum og skulum stöðva Muto. Arnaud hafði séð, að ástandið hafði allt í einu snúist Muto í hag. Aðstaða þeirra var nú mjög alvarleg, því matarforði sá, sem eftir var, gat ekki entst í einn mánuð, jafvel með ströng- ustu skömmtun. Og það myndi líða minnst hálfur annar mánuður, þar til næsta skip kæmi. Sólin var að ganga til viðar. Mennirnir sátu þreyttir og niðurbrotnir bak við klettana og drukku kaffisopa, sem ein af konunum hafði komið með. NÝTT SOS 31

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.