Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 36

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 36
LEYNIVOPN JANPANA. drepa hann. En svo heyrði hún aftur vödd lians. — Nú verðið þið allar saman drepnar, hvæsti liann. Alicia snéri sér að hinum tveirn konunum. — Við verðum að drepa hann nú, sagði hún. Við getum sjálfar haldið í okkur lífinu í mörg ár enn, ef það verður nauðsynlegt, en ekki, ef Muto er við lýði. Þær störðu á hana óttaslegnar. Þær voru lienni sammála, en hvernig . . . — Hann hlýtur að sofa öðru liverju, hélt Al- icia áfram. — Snemma í fyrramálið læðumst við út með axir okkar. Hann hefur sjálfur ekki nema hníf. Við höfum eins mikla möguleika og hann. Srax og sólin kom upp skriðu þær út úr kofanum. Þokan lá þétt yfir eynni, en þær gátu grilt Muto, þar sent hann staulaðist niður að vatnsbólinu. Þær lögðust í leyni á stað, þar sem þær vissu, að hann myncli ganga framhjá, er hann kæmi til baka. Þreni mínútum síðar var Muto dauður. Alicia gekk þreyttum skrefum til kofans. — Nú höfum við í það minnsta frið, þar til eitt eða annað skip finnur okkur, jafnvel þótt enn sé langt þangað til. Svo var það, að Gracia lieyrðist allt í einu brópa: — Sjáið . . . skip! Konurnar þrjár ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, þegar þær sáu ameríska fallbyssu- bátinn „Yorktown" renna inn á víkina og kassta akkerum. Alicia gekk niður til strandarinnar og huldi nekt sína svo vel sem hún gat með pálmablöð- urn. Bátur kom frá skipinu og lenti á ströndinni. Lautinant R. E. Kerr úr ameríska flotanum stökk á land og heilsaði að hermanna sið. — Eg er senora Alicia de Arnaud, ekkja eftir Ramon de Arnaud, kaptein í hinum mexi- kanska her, sagði Alicia virðulega. — Það eru tvær köriur og sjö börn þarna uppi í kofanum. Þau eru öll í ömurlegu ástandi. Munduð þér- vilja vera svo góður að hjálpa þeim? Nokkrum klukkustundum síðar létti „York town“ akkerum. Kerr lautinant hafði Idustað á sögu Aliciu, og trúað fáu af því, sem ln'tn NÝTT SOS Framhald af 2. síðu. við fáeinar mínútur til þess að rabba samaii, þó maður viti það reyndar aldrei fyrirfram.“ En það reynclist sannarlega enginn tími til þessa samtals seinna meir, en það renndi Hic- kok ekki grun í, þegar hann gekk inn í korta- herbergið með húfuna sína undir hendinni. Þar voru margir liðsforingjar fyrir. Nokkra þekkti hann, sem fyrrverandi starfsfélaga. Loks kom sá maður, sem milku réði í flotanum. Menn kinkuðu kolli hver til annars, en flesta liðsforingjana þekkti Hickok ekki. Flestir báru fjórar ermarendur eða fleiri, sem tákn stöðu sinnar í hernum. Hér sýndist sannarlega vera mikilsvert mál á döfinni. Þetta olli honurn ónotalegum spenningi. Enn opnuðust dyrnar og Nirnitz flotaforingi og Lockrrood gengu inn. Yfirmaður Kyrrahafs- flotans var kynntur fyrir komumönnum. Flotaforinginn heilsaði stuttaralega. Menn tóku sér sæti og fundurinn hófst. Hickok réri lítið eitt fram og aftur á stól sín- um og enn einu sinni spurði hann sjálfan sig, hvern fjandann sjálfan liann ætti að gera á slíkri samkundu. Hann stjórnaði ekki einu sinni skipi, eins og sumir þeirra, er hér voru og báru sama titil í hernum, sem sé kafbátafor- ingjarnir. Hann stjórnaði bara nokkrum mönn- um, það var allt og sumt. En það voru frosk- mennirnir svokölluðu á Pearl Harbour-svæðinu. Þetta var þrjátíu manna hópur víðsvegar að frá Bandaríkjunum, úrval sjálfboðaliða. Það var víst búið að velja tuttugu sinnum úr mjög fjölmennum hópi ungra manna. Um valið l’jöll- uðu yfirmenn sjóhers, köfunarsérfræðingar, sál- fræðingar og hver veit livað margir aðilar áttu þar hlutdeild að. Það mátti kallast hreint uncl- ur, að nokkur þeirra skyldi standast þau ströngu próf, er þeir urðu að gangast undir. En svona var þetta í raun og veru. Framhald í næsta hefti. sagði honum, þar til hann hafði farið um eyna og séð lík Mutos. Eyjan gleymda hafði nú fundizt aftur, áður en það var alveg um seinan. 36

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.