Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 8

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 8
þeirri rennu, að skipið gat ekki verið að sökkva niður í hana. En það sökk nú samt, og ástandið var mjög hættulegt. Það herti svo mikið á línunni, að reimarnar, sem hún var fest í, skárust inn í brjóstið á mér. Eg öskraði í símann til Brookers, að liann yrði að gefa hraðar eftir á línunni. Eg öskraði og formælti, en allt kom fyrir ekki, ég fékk ekkert svar. Línan var strekkt eins og fiðlu strengur, við stigahandriðið. Mér fannst eins og flakið héngi í línunni . . . og að brjóstkassinn á mér myndi leggjast saman! „Awa Maru“ lagðist nú aftur snögglega yfii á stjórnborðssíðu, skipið lenti í gjótu og sat þai fast. Það heyrðist óhugnanlegt, skrapandi hljóð þegar skipið urgaði við klettana — svo stöðvað- ist flakið og hreyfðist ekki meir. Símasambandið var rofið. Eg hékk í línunni, sem var alveg við það að slitna. Bak mitt og höfuð var klemmt upp að loftinu í klefaganginum rétt við stigann, sem ég hafði farið eftir niður á miðþilfarið. Snögg- legur svimi kom yfir mig og mér var ljóst, að ég fékk mjög lítið loft inn í hjálminn. Eg lyfti höndinni og opnaði alveg fyrir ventil inn. Eg vonaði, að við það fengi ég meira loft, en ekkert breyttist. Annaðhvort hafði komið snúningur á slönguna, eða hún hafði lent ein- hvers staðar í klemmu. — Brooker! öskraði ég í nn'krófóninn, en ég vissi vel, að það eina, sem hann gæti gert fyrir mig, ef hann heyrði til mín, var að gefa meira eftir á línunni, svo að ég kæmist dýpra niður. Það gæti líka ef til vill bjargað mér. Eg fékk alls ekkert svar. Símasambandið var rofið. Eg var einn, og varð algjörlega að bjarga mér á eigin spítur . . . ef það þá var mögulegt. Það varð í það minnsta að gerast strax. Eg rétti út hendina og fann línuna, þegar ný hreyfing lamaði mig gjörsamlega andartak . . . Flakið hreyfðist og afturhlutinn seig enn lengra niður svo ég þrýstist enn fastar að þilfarsloftinu. Með vinstri hendi fann ég kastljósið, sem var fast við belti mitt, kveikti á því og lýst upp 8 ---------- NÝTT SOS eftir línunni. Eg sá, að hún ásamt loftslöng- unni var pressuð fast að stállúgukantinum við stigann. Loftslangan var klemmd alveg flöt, svo næstum ekkert loft gat sloppið í gegn. Reimarnar, sem línan var fest í hertust æ meir að brjóstinu á mér, eftir því, sem aftur- hluti flaksins seig meira. Eg hafði látið mér detta í hug, að það væri komið til botns, en svo vitist sem langt væri þangað enn. Eg lýsti á úrið og sá, að ekki voru nema fimm mínútur eftir, þar til ég yrði að leggja af stað upp. Eg var kominn niður á 68 metra og það dýpsta, sem ég hafði nokkru sinni kafað var niður á 86 metra. En það hafði verið í Suður- Atlantshafinu, þar sem sjórinn er tær og gegn- sær, og hætturnar minni. Eg skal hreinlega viðurkenna, að ég var dauð- hræddur, og ég veit, að allir kafarar, sem kom- izt hafa í hann krappan, geta skilið mig og kalla mig ekki bleyðu, þó að ég væri hræddur. Úrræði örvæntingarinnar. Eg var sem sagt nær dauða en lífi af hræðslu. ég fann hnífinn minn tvíeggjaða, dró hann úr slíðrum, og hugsaði mig andartak um. Eg varð að grípa til örvæntingafullra úrræða. Það var hættulegt, en á þessu augnabliki sá ég engin önnur ráð. Ef ég skæri línuna snögglega í sundur myndi ég sökkva dýpra. Loftslangan myndi þá losna og ég fengi loft. Svo gæti ég farið að krabbla mig upp á við, og næði ég aft- ur í línuna, væri mér borgið. Já, ef ég næði aftur í hana? Straumurinn myndi taka hana, og ef til vill færi hún svo hratt burtu, að ég gæti ekki náð henni. Þetta var úrræði örvæntingarinnar. Áhættan var ægilega mikil. Og hér var ekki langur tími til bollalegginga. Eg hafði þegar rétt út hendina til að skera á línuna, þegar mér kom til hugar að loftslang- an gæti rifnað i sundur þegar ég félli. Ef það skeði, væri ég samstundis dauður. Eg stakk hnífnum aftur í hustrið og þreifaði svo eftir lúgukantinum. Eg náði honum rétt með fingurgómunum, en mér var ómögulegt að draga mig áfram, til þess var ég alltof þung-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.