Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 10

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 10
millibili létu þeir mig hanga kyrran í nokkrar mínútur, til þess að ég vendist minnkandi þrýst- ingi. Þrátt fyrir alla varúð var mér mjög ó- glatt og hafði mikinn svima. Sennilega voru það mest eftirköst eftir hina miklu áreynslu, bæði andlega og líkamlega, sem ég hafði orðið fyrir. Mér fannst ég vera búinn að fara lengi upp, þegar ég rakst utan í klettavegg. Nú skildi ég, að skipsflakið hafði hangið á snös utan í þessum fjallsvegg, en þegar hreyfing komst á skipið við sprenginguna tók það að renna niður kletta- vegginn niður í djúpið. Eg var vafinn innan í teppi þegar ég kom upp í bátinn, eftir að ég hafði fengið glas af víni til að koma blóðinu á hreyfingu. Síðan var mér komið í rúmið. Eg hlýt að hafa sofið lengi, því það var há- bjartur dagur þegar ég vaknaði. Við vorum á leið til Macao. Brooker sat á gólfinu í káetunni og taldi gull- peninga, sem hann hafði hellt úr pokunum. Eg studdi mig upp á olnbogann og starði á hann. Þetta voru brezk sovereign og aðrir gullpen- ingar frá flestum löndum Evrópu, Bandaríkj- unum, Ástralíu og Suður-Afríku. í öllum pokunum voru bara gullpeningar. Eg hafði verið mjög heppinn, því allsstaðar var hægt að selja gull og á því vissi maður verðið. Brooker taldi þetta allt mjög skipulega, taldi þetta allt í sundur og umreiknaði í sovereign. Þetta voru 29.000,00 gull-sovereign. — Eg vil að þú reiknir þetta út í venjulega peninga eins og þeir eru í dag, sagði ég. — Eg vil fá að vita, hve mörg pund þetta eru eða dollarar. — Það er ekki gott að segja það alveg ná- kvæmlega, rumdi í Brooker, sem hélt áfram að reikna. — Eg hygg þetta sé um það bil 90.000,00 sterlingspund eða um það bil 300.000,00 doll- arar. Þetta var ekki svo slæm útkoma og við vor- um báðir ánægðir. Eg sagði nú Brooker hvað fyrir mig hafði komið í flakinu, og mér er nær að halda, að taugar Iians hafi ekki verið betur komnar en mínar. Þegar hann rnissti sambandið við mig, NÝTT SOS þar sem bæði línan og símasambandið urðu ó- virk, hafði hann misst alla von. Hann hélt að ég væri búinn að vera. Og hann hafði lokkað mig út í þetta ævintýri . . . Við seldum gullið í Macao fyrir sæmilegt verð; við fengum alveg út úr því það, sem við höfðum reiknað með. Við skiptum jafnt á milli okkar, gerðum upp við fólkið, sem starfað hafði hjá okkur og gáfum því ríflega aukapeninga. Brooker fór heim til Englands yfir Singapore, en ég aftur hingað til Hongkong. Nýlega las ég, að kínversku þjóðernissinnarn- ir á Formósu og Japanir pexa um eignaréttinn á „Awa Maru“. Talið er að brátt muni send- ur út leiðangur til að kafa niður í skipið. Þeim er velkomið að gera tilraunina, en hræddur er ég um, að þeim bregði í brún, þegar jjeir upp- götva, að skipsflakið liggur hundrað metrum dýpra en þeir reikna með. Eg veit þetta, því það var ég, sem sendi það niður í djúpið. Gerizt áskrifendur! Áskriftargjaldið er 100 kr., sem greiðist fyrir fram. — Nýir óskrifendur, sem senda áskriftagjaldið við pöntun, fá einn af eldri árgöngum tímaritsins í kaupbæti. Enn fæst tímaritið frá byrj- un og kostar fyrir áskrifend- ur frá byrjun kr. 200,00. NÝTT SOS, Pósthólf 195, Vestmannaeyjum. 10

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.