Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 11

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 11
Býflugan stingur aðeins einu sinni — svo deyr hún! — Flugvélamóðurskipið „Wasp“ eftir viðgerðina. „Býflugan." „Nome estas omen“ segir gamalt latneskt máltæki, sem útleggja mætti á íslenzku: Nafn er örlög. „Wasp“ þýðir býfluga. Svo er sagt, að þetta þekkta skordýr geti bara stungið einu sinni, svo hljóti það að deyja. Það er undarlegt, að þetta nafn skuli liafa fengið svo einkennilega þýðingu. Fram til ársins 1939 höfðu verið til fimm skip í Bandaríkjunum, sem hétu þessu nafni. Þrjú þeirra voru aðkeypt kaupskip, sem síðar voru búin vopnum. Af ferli þeirra er engin merkileg saga. Það vakti enga sérstaka eftirtekt, er þau voru sett undir stjórn ameríska flotans, og þau hurfu úr honum án þess að eftir því væri tekið. Hin skipin bæði, sem hlutu þetta nafn, voru hinsvegar byggð sem herskip. „Wasp“ númer eitt var fallbyssubátur, sem var tekinn í notkun árið 1812, en það var ein- mitt í þann mund, er Bandaríkin sögðu Bret- landi stríð á hendur. Og í raun og veru voru fallbyssubátamir í meiri metum í sjóhernum ameríska, en freigáturnar. Wasp var fyrsta slúppan, sem sigldi út á opið haf, og sá fyrsti, sem náði verulegum árangri í sjóorrustu. í bardaga við brezka herskipið „Fro- lic“ þjarmaði hann svo eftirminnilega að Bret- anum með fallbyssum sínum, að einir þrír menn af liði þeirra voru uppistandandi, þegar áhöfn Wasps gekk um borð í brezka herskipið. En aðeins hálfri klukkustund seinna kom brezkt línuskip á vettvang og hertók Wasp. „Býflugan“ hafði bara stungið einu sinni. Nú varð hún að deyja. — — Ári seinna kom nýr Wasp til sögunnar. Þessi nýi Wasp varð eitt athafnasamasta skipið í am- eríska flotanum í þessu stríði. Wasp þessi hélt á Norður-Atlantshafið undir stjórn Johnstons Blakeley, brauzt í gegnum varnir Breta og komst inn í Ermarsund. Þar eyddi hann þrettán brezkum kaupskipum og sökkti tveim brezkum beitiskipum. í bardaga að næturlagi réði hann niðurlögum þriðja beitiskipsins, áður en tvö brezk herskip, sem voru skammt undan, fengu nokkuð aðhafzt. Wasp sigldi á brott í vesturátt og hefur aldrei sézt síðan. Skipið var gersamlega horfið. Enn einu sinni hafði býflugan stungið og — dáið. Um meira en hundrað ára skeið var enginn NÝTT SOS -------------- 11

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.