Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 13

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 13
fyrirfram gerðri áætlun Bandaríkjamanna um flotaæfingar. í stað samæfinga á Norður-At- lantshafi var Wasp látinn sigla sinn eigin sjó, ef svo mætti segja, án afskipta flotastjórnar- innar. Þetta átti iíka vissulega vel við John M. Ree- ves skipherra, sem gat hagað ferðum sínum og beitt vopnum skipsins að eigin vild, laus við spennitreyju allra forskrifta og fyrirmæla. * Að lokinni reynsluferð og æfingum, en hvort- tveggja hafði dregizt mjög á langinn vegna þeirra aukaverkefna, sem skipinu var ætlað að vinna, sigldi nú Wasp í fyrsta sinn rit á Atlants- haf í norð-austurátt. Þetta var vorið 1941. Nú var skipinu ætlað tvennskonar verkefni. Það fyrra var að fylgja skipalest til íslands, þar sem Bandaríkjaher var þá að koma upp bæki- stöðvum. í öðru lagi að flytja til íslands orr- ustu- og sprengjuflugvélar af svokallaðri „P 4o“-gerð. Voru þá í fyrsta skipti fluttar herflugvélar á flugv'élamóðurskipi, sem urðu að vera við því búnar, að hefja sig til flugs af þilfari, ekk að- eins, er komið var á ákvörðunarstað, heldur einnig á leiðinni, ef það reyndist nauðsynlegt. En það var, ef ráðizt yrði á skipalestina eða flutningaskipinu sjálfu ógnaði hætta af árás ó- vinanna. En Wasp flutti ekki aðeins flugvélarnar, held- ur einnig flugáhafnimar, svo segja má, að land- her og sjóflugher hafi þama komizt í nána snertingu, en nauðugir þó. Á þriðja degi ferðarinnar skeði fyrsta slysið. Þrjár njósnaflugvélar höfðu tekið sig upp af þilfari Wasp og haldið í leiðangur að vanda. Tvær lentu heilu og höldnu, en sú þriðja sveimaði yfir skipinu unz hún fékk merki um að lenda. Merki um lendingu var gefið. En í aðfluginu myndaðist ísing í blöndungnum. Hreyfllinn stanzaði. Flug\'élin hrapaði. Annar vængurinn skóf sjóinn um leið og hún hrapaði. Stóru, gulu flotholtin vörnuðu samt því, að hún sykki. Hún flaut ofaná. Tundurspillir kom tafarlaust á vettvang. Wasp skaut upp Ijósmerki til þess að leiða athygli skipalestarinnar að sér. Skipunum var gefið til kynna með flaggmerkjum, að Wasp stöðvaði ferðina til þess að bjarga flugvélinni. Skipið snéri sér upp í vindinn og stöðvaði ferðina . Flugvélinni var lyft upp með krana og sett á þilfarið. Björgunin gekk að óskum í þetta sinn. Strax næsta dag endurtók sig sama sagan. Munurinn var sá einn, að nú settist íslag á hreyfilinn þegar flugmaðurinn dró úr hraðan- um og bjó sig undir að lenda á skipinu. Hann reyndi að ræsa hreyfilinn aftur, en árangurs- laust. Þessi flugvél hrapaði líka í sjó niður, og enn snéri Wasp við til þess að bjarga vélinni og flugmanninum. Þá kom allt í einu merki frá flotaforingja þeim, sem stjórnaði skipalestinni. Hann skipaði svo fyrir, að tundurspillir skyldi framvegis bjarga flugmanninum, ef hið sama endurtæki sig, að flugvél lenti í sjóinn. Hinsvegar skyldi flugvélin sjálf látin sigla sinn sjó. Það væri of mikil áhætta, að flugvélamóðurskipið tefði sig á björgunartilraunum á þessu svæði, sem sennilega væri fullt af þýzkum kaf- bátum. Þá væri jafnvel hætta á, að flugvélamóð- urskipið yrði hæft tundurskeyti.^ * Tveim dögum áður en skipalestin náði á- kvörðunarstað kom flaggskip skipalestarinnar að Wasp og renndi meðfram honum. Flotaforing- inn tilkynnti með Ijósmerkjum, að nú væri hætt við að taka höfn á íslandi, heldur skyldi nú hraðinn aukinn, er lestin nálgaðist landið og sprengjuflugvélar landhersins, sem flytja átti til íslands, ættu að taka sig upp af þilfarinu og fljúga til lands. Það var í fyrsta sinn, sem sá háttur yrði upp tekinn. „Allt í lagi með það, sögðu flugmennirnir. „Bara, að okkur verði ekki skotið upp í loftið með slöngvitækinu." Þessar slöngvivélar (katapult) voru hreinasta martröð fyrir flugmennina. Þeir höfðu aldrei verið sendir á loft á þennan hátt. En hvernig átti að láta landflugvélar starta án þessa tækis? Þessar flugvélar þurftu að minnsta kosti 900 metra flugbraut, en flug- NÝTT SOS 13

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.