Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 15
ir löngu að ekki yrði umflúin, hófst 7. og 11. desember 1941. Þennan fyrrnefnda dag gerðu Japanir árásina á Pearl Harbour, en 11. des- ember sögðu Ítalía og Þýzkaland Bandaríkjun- um stríð á hendur. Þessi rás viðburðanna breytti ekki rniklu í sambandi við Wasp, sem hafði frá byrjun fram- kvæmt vissar hernaðaraðgerðir. í marz 1942 fór Wasp beint inn í gin brezka ljónsins, nefnilega inn í Scapa-flóa, eftir að hafa veitt skipalestum nokkrum sinnum vernd á leið þeirra til íslands. Um þessar mundir greiddu öxulveldin eynni Möltu þung og stór högg úr lofti. Flug-vellir á Möltu voru varla til lengur og flugliðinu hafði næstum verið gereytt. Þeir, sem enn stóðu uppi, gátu ekki enst nema stuttan tíma, því þeir voru að þrotum komnir. Kafbátar og hraðskreið herskip fluttu mat- væli, meðöl og vopn til Möltu. Var sætt lagi að koma til eyjarinnar í kvöldrökkrinu, skipin voru losuð um nóttina og þau sigldu brott fyrir dag, áður en þýzku sprengjuflugvélarnar fóru að láta að sér kveða. En flugvélar gátu þessi skip ekki flutt, að minnsta kosti ekki í þeim mæli, að slíkir flutn- ingar kæmu að tilætluðum notum. Loks kom að því, að Bretar báðu Banda- ríkjamenn um Wasp til Miðjarðarhafsferðar. Var ætlunin, að skipið flytti Spitfire-flugvélar til Möltu. Það var tekið frarn, að menn yrðu að gefa sig fram til þessarar farar af frjálsum vilja eða sem sjálfboðaliðar, því það færi ekki milli mála, að þetta væri hin mesta hættuför. Wasp var byggður fyrir órafjarlægðir Atlants hafsins, eða þó öllu heldur Kyrrahafsins. Á Kyrrahafinu var veðri oftast þannig háttað, að óvinaflugvélar komu tæpast að skipi að óvör- um. Á amerískum flugvélaskipum var auðveld- ara að verjast árásum, en á hinum brezku. Wasp gat sem sagt treyst á orrustuflugvélar sínar, en því aðeins, að nægilegt ráðrúm gæf- ist til þess að koma þeim á loft í tæka tíð. Á Miðjarðarhafinu var þó sjaldan tækifæri til þess að gera varúðarráðstafanir nógu snemma og hindra þar með sprengjuvarp á flugvéla- móðurskipið. Það var því mikil áhætta að fara inn á þetta svæði, sem var sannkallaður nornaketill. Bretarnir sögðu ástandið á Möltu kannski enn þá svartara en það var í raun og veru, til þess að hvetja Bandaríkjamenn til stórræðanna. „Við erum að missa fótfestuna á Miðjarðar- hafseyjunum", sögðu þeir við Reeves skipherra. Þá var það, að sá gamli sæúlfur ákvað að hætta á það að fara til Möltu. Hann ætlaði sér að reyna að freista þess, að laumast inn í Miðjarðarhafið og út úr því aft- ur. Heppnaðist þetta ekki, voru fáar líkur fyr- ir því, að áformið heppnaðist. Og nú hélt Wasp af stað áleiðis til Gíbralt- ar, en brezkar beitisnekkjur og tundurspillar áttu að veita skipinu vernd. Ferðin til Gíbraltar var ekki mjög áhættu- söm, en úr því vandaðist málið. Auðvitað mátti búast við þýzkri kafbátaárás hvenær sem vera skyldi. Hver sá þýzkur kafbátsforingi, sem sent hefði Wasp á hafsbotn með velheppnuðu tundurskeyti, hefði sannarlega orðið hetja dags- ins. En heppnin var með Bandamönnum að þessu sinni. Það var aldrei gefið hættumerki vegna kafbátaárásar. Það var þó hrein tilviljun, að enginn þýzkur kafbátur varð skipalestarinnar var og Þjóðverjar höfðu ekki hugmynd um, hvað til stóð. En nú — er lestin var stödd skammt frá klettavíginu Gíbraltar — jókst hættan um allan helming. Nú var hægt að sjá skipalestirnar frá ströndinni. Spánverjarnir voru forvitnir, eink- um agentarnir, sem unnu í þágu öxulveldanna. Og þeir létu útvarp og blöð flytja fréttir af öllum skipaferðum. Með þeim hætti fréttu menn í Berlín og Róm um allar skipaferðir um vestanvert Miðjarðarhaf. Wasp hafði heppnina með sér og slapp óséður inn í Miðjarðarhafið. Það ótrúlega skeði, að engra kafbáta eða flug- véla varð vart frá óvinunum og þeir höfðu ber- sýnilega einskis orðið varir. Svo kom að því einn morgun, að Spitfire- flugvélarnar flugu brott af skipinu, hver af annarri. Allt gekk eins og í sögu, ekkert óhapp skeði. Það var að vísu mikill hávaði af dyn hreyflanna, en annars hurfu brezku flugvélarn- NÝTT SOS --------------- 15

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.