Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 18
„O’Brien", sem varð líka að leita hafnar. Á leið- inni brotnaði hann í tvennt og sökk. Þriðja og mesta áfallið þennan óheilladag var missir sjálfs flugvélamóðurskipsins Wasps. Fer nú hér á eftir frásögn af þeim atburði: Þess var ekki gætt að nógu margir tundur- spillar væru til verndar flugvélamóðurskipinu. Þeir voru kallaðir í ýmsar áttir til starfa og á- vallt voru þeir of fáir. Þetta vissu Japanir. Þann 15. sept. höfðu þeir ákveðið að koma „Býflugunni“ fyrir katt- arnef, sem þeir lengi höfðu haft illan bifur á. Snemma um morguninn hóf japönsk Mitsu- bishi-flugvél sprengjukast á Wasp úr lágum skýjabakka. Spengjurnar hæfðu ekki skipið, en flugvélin komst á brott. Menn voru nú viðbúnir frekari aðgerðum japanskra flugmanna og hlustuðu spenntir eft- ir hverju hljóði, sem barst utan úr geymnum. En dauðinn kom úr annarri átt. Það var um hádegisbilið. Ekkert frekar hafði gerzt í loftinu. Þá hrópaði einhver af þilfarinu: „Tu ndurskey tarák! ‘ ‘ Áður en ráðrúm gæfist til að gera eitthvað til að forðast voðann, varð ógurleg sprenging í skipinu stjórnborðsmegin. Skeytið hafði hæft í mark rétt neðan við 12,7 cm. fallbyssuvígið. Krafturinn var svo mikill, að maður sem vann við fallbyssumar, tókst í loft upp og féll niður a þilfarið. Varla hafði hann brölt á fætur, þegar annað tundurskeyti boraðiizt inn í skrokk Wasps svo til á sama stað og rétt á eftir það þriðja. Japanski kafbáturinn „I 19“ hafði vissulega hæft í mark. Loftþrýstingurinn af sprengingunum var svo mikill, að ungur liðsforingi, sem var í stjórn- borðsfallbyssuvíginu þeyttist hátt í loft upp og kom niður mitt í hóp manna á stjórnpallinum. Þar lá hann hreyfingarlaus, alvarlega særður. Hann var sá eini í stórskotaliðinu, sem komst lífs af. Þar sem skeytin hittu komu upp miklir eld- ar samstundis, sem orsökuðu óhemju miklar sprengingar í sprengjugeymslunum. Allir, sem voru í nánd við þessar ægilegu sprengingar lét- ust samstundis. Tundurskeytin gátu ekki hæft skipið á ó- NÝTT SOS heppilegri stundu. Svo stóð nefnilega á, að all- ar leiðslur voru fullar af benzíni, því allar flug- vélarnar höfðu lent fyrir stuttu og nú var ver- ið að fylla þær eldsneyti á ný. Var þá ekki að sökum að spyrja, allar benzínleiðslur sprungu. Þessi eldfimi vökvi blossaði upp, og afleiðing- arnar voru ægilegar. Eldurinn læstist í flugvéla- þilfarið, þar sem sumar vélarnar voru þegar fylltar benzíni. Leið þá ekki á löngu, unz þær stóðu líka í björtu báli. Skipherrann lét stöðva skipið og vélar þess ganga með fullum krafti afturábak. Hann gerði þetta til þess að koma í veg fyrir, að menn þeir, sem ef til vill voru undir flugþilfarinu á skutþiljum, yrðu að hrökklast fyrir borð vegna elds og reyks. Þetta reyndist rétt athugað. Þarna voru um 120 manns, sem vegna snarræðis skipherrans björguðust flestir. í þrjár klukkustundir barðist hver og einn, sem uppi stóð, og reyndi að bjarga skipinu frá glötun. Ástandið var ægilegt. Margir fengu brunasár, er eldurinn læstist í púðurstafla og nýjar sprengingar kváðu við. Þá kom skipunin um að yfirgefa skipið. Menn renndu sér fyrir borð, sumir komust í björgunarbáta eða á fleka. Tundurspillir náði svo skipbrotsmönnunum upp úr sjónum. Og síðan sökk Wasp, logandi stafna á milli, eins og risablys, sem brann unz öldur Kyrrahafsins luktust yfir hann og þá loks slokknaði bálið með hvæsandi óhljóðum. Þannig urðu endalok þessa Wasps, hins sjötta í röðinni í flota Bandaríkjanna. * Ári seinna hljóp af stokkunum nýtt flugvéla- móðurskip í skipasmíðastöðinni Newsport News, tvisvar sinnum stærra en hið fyrra. Skip þetta hlaut nafnið „Oriskany". Nú virtist ekki lengur hugsað um að koma upp Wasp-nafninu. En haustið 1945, er síðasta flugvélamóður- skipið af 24 hljóp af stokkunum, var nafninu breytt. Oriskany var þá skírt Wasp, en nýjasta og síðasta skipið var látið heita Oriskany. Og síðan er Wasp í flota Bandaríkjanna. Önnur heimsstyrjöldin var á enda og hlut- verki Wasps í ófriði lokið að sinni. Þó kom þar einn góðan veðurdag, að nafn 18

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.