Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 19
þessa skips komst á forsíður heimsblaðanna og frá því var sagt í útvarpi víða um heim. Þetta skeði 26. apríl 1952, er Wasp rakst á ameríska tundurspillinn „Hobson“ úti á Atlantshafi. Tundurspillirinn, sem sigldi stjórnborðsmeg- in, skar allt í einu stefnu flugvélamóðurskips- ins. Um orsakir þess vissi enginn, enda var þetta bæði furðulegt og óútskýranlegt frá sjón- armiði sjómanna. Tundurspillirinn lenti í einu vetfangi fyrir stefni flugvélamóðurskipsins. Það skipti engum togum, að flug\rélaskipið skar tundurspillinn í tvo hluta með hnífskörpu stefni sínu og partarnir báðir sukku á ör- skammri stundu, en 176 menn drukknuðu. Við birtum skýrslu manns á tundurspillin- um „O’Hare", sem kom á slysstaðinn skömmu eftir áreksturinn. Þessi frásögn hefur verið birt í blöðum um allan heim: Sjórinn var þakinn hlutum úr tundurspill- inum og björgunarbeltum, sem skoppuðu á öldunum. Víða mátti sjá stóra olíubletti. Lík undirliðsforingja var þarna á floti. Þannig var umhorfs á slysstaðnum, þegar við komum þangað á O’Hare. Tundurspillirinn Hobson hafði sokkið þarna fyrir örskammri stundu. Þetta var óskiljanlegur harmleikur. Við dauft stjörnuskin á svörtum himni gerð- ist þessi harmleikur á örfáum mínútum. Lang- flestir skipverja á Hobson voru undir þiljum, þegar ósköpin dundu yfir. Margir þeirra voru í fyrsta sinn á ævinni til sjós. Það lítur út fyr- ir, að þeim hafi ekki einu sinni gefizt tóm til að hlaupa út á ganginn, sem lá upp á þilfarið. Hjá okkur kvað við hættumerki þegar við vorum um það bil í 50 sjómílna fjarlægð frá Hobson. Síðustu flugvélarnar voru ekki lentar á Wasp, þegar ferlíkið rakst á Hobson. Wasp klauf tundurspillinn í tvo parta, en tuttugu og fimm metra löng rifa kom á flugvélamóðurskip- ið yfir sjávarborði. Þegar við komum á þennan hryllilega slys- stað, var þegar ljóskösturum beint á slyssvæð- ið og þeir vörpuðu á það draugalegri birtu. Úti við borðstokkinn stóðu skipverjar allir í olíufötum. Allskonar björgunartæki voru til reiðu: Hakar, kastlínur, björgunarbelti og ljós- kastarar. Hafið var uppljómað Ijósum. Við námum staðar. Tuttugu og fimm af áhöfn okkar buð- ust til að varpa sér til sunds. Þeir vildu freista þess að leita skipbrotsmanna. Skipherrann bannaði þetta, taldi það allt of hættulegt. Allt í kring var fljótandi brak úr Hobson, allt sem flotið gat, var dreift um slysstaðinn: NÝTT SOS --- 19

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.