Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 20
Fljúgandi kvenlæknirinn. Valerie André lét dökka einkennisbúninginn sinn inn í skápinn og fór í léttan sumarkjól. Hröðum höndum greiddi hún brúna hárlokk- ana sína. Svo leit hún rannsakandi í stóra speg- ilinn og brosti. Já, hún vissi svo sem, að hún var falleg stúlka. Kannsk of falleg á meðal allra hermannanna hérna í Indó-Kína. En hvað gerði það til, hingað til hafði enginn gerzt of nær- göngull við hana. Vissulega höfðu margir orðið til þess að biðja hennar. Hún tók öllum kvonbænum vinsarn- lega, en enginn hafði samt hlotið jáyrði hennar. Hún hafði sannarlega ekki farið til Indó- Kína til að skemmta sér, einmitt um það leyti, sem hún var að taka læknisprófið. Nei, hún fór til þess að líkna sjúkum og særðum. Og þá var ekki mikill tími afgangs — að minnsta kosti ekki til þess að lenda í ástarævintýrum. En stundum glampaði samt neisti af dulinni þrá í augum hennar. Var hún kannski að blekkja sjálfa sig? Jæja, hún var ung og framtíðin full af tæki- færum. — Hægum skrefum gekk hún niður að- algötuna í Saigon. Búðargluggarnir freista henn- ar eins og allra stúlkna á hennar aldri, einkum þeir, er sýna nýjustu kvenfatatízku. Svo fær hún sér kaffisopa, en heldur svo áfram göngu sinni. „Halló, mademoiselle! — Þekkið þér mig ekki lengur?" Valérie André nemur staðar undrandi á svip- inn og hristir höfuðið. „Nei, herra minn, ég minnist þess ekki að hafa séð yður fyrr.“ „En mademoiselle, þér hafið þó bjargað lífi mínu. Fyrir þrem mánuðum upp við Rauða fljótið. Þér komuð á kopta og fluttuð mig í sjúkrahúsið." Nú færðist gleðibros yfir andlit Valérie. „Nú, voruð það þér, kapteinn Dubois, það var gaman að hitta yður. En segið mér, eruð þér aftur heill heilsu?" Föt, ávextir, sjópokar, bjarghringir, kassar, trjá- bútar — þetta var allt og sumt, sem liasgt hefði verið að ná upp. Hobson hlýtur að hafa klofnað alveg í tvennt og sokkið eða hvolft samstundis. Dauða- stríðið hefur ekki staðið lengi — getur ekki hafa varað nema nokkrar sekúndur." Lengri er sú frásögn ekki. Opinber rannsókn, sem fram fór í New York 14. maí 1952 á orsökum slyssins leiddi ekki til neinnar niðurstöðu. Skipherrann á Wasp, B. M. McCaffree kap- teinn, gat sannað með kortum og merkjabók- um, að hann hafði fyrirskipað skipherranum á Hobson að breyta stefnunni, er hann nálgaðist flugvélamóðm'skipið um of að dómi skipherr- ans á Wasp. En skipherrann á Hobson hafði ekki svarað / 20 --------- NÝTT SOS þessu merki, heldur sigldi þvert fyrir stefnu Wasps með fyrrgreindum afleiðingum. Vélar flugvélaskipsins voru þegar í stað sett- ar á fulla ferð afturábak, en það hafði siglt með 26 hnúta hraða. Slysið var því löngu skeð áður en þetta volduga skipsbákn nam staðar. Það hefur aldrei verið skýrt, hvað skipherr- ann á tundurspillinum ætlaðist fyrir, er hann hélt áfram beit fyrir stefni ferlíkisins í stað þess að skipa fyrir: „Hart bakborð!" Thierney skipherra, sem sökk með tundurspillinum, hef- ur tekið leyndarmálið með sér í hina votu gröf. Áhöfn flugvélamóðurskipsins tókst að bjarga 61 manni af áhöfn tundurspillsins. Wasp hélt svo beina leið til New York með gapandi sár á bóg. Þegar þangað kom var skipið tekið í slipp og viðgerð fór fram. ENDIR.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.