Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 24

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 24
lítið eitt, en þetta mátti eiginlega heita eld- skírn hans. „En haldið þér í alvöru, að það takist að ná okkur héðan?“ Schwarz yppti öxlum og lét þær svo síga. - „Hver veit?“ Liðsforinginn beit sig í neðri vörina, hann var taugaóstyrkur. Hann hrökk við, er skot- hvellur barst þeim til eyrna. Liðsforinginn lítur á brennandi spítnahrúgu. Blaktandi logarnir töfra fram einkennilegt end- urskin á unglegu andlitinu. „Þið Þjóðverjar eruð einkennilegt fólk! Fyrst eruð þið fimm ár í stríðinu, svo gangið þið í útlendingahersveitina. Eg skil ykkur sannarlega ekki.“ Schwarz leit snöggvast á liðsforingjann. „Þér getið svo sem haft rétt að mæla. Eg var steypiflugmaður — kvæntur maður í Stargard í Pommern — það er pólks borg í dag — kon- an mín og börnin fórust í sókn Rússa vestur. Eg hef misst allt, ættlandið, fjölskylduna og trúna — en hér er ég meðal félaga. En hvað er þetta — flugvélar?" „Já, hamingjunni sé lof, nú er útlitið betra!“ * Valérie fer í samfestinginn og hún ýtir lokk- nnum inn undir flughúfuna. Vængir koptans snúast hægt. Hún spennir fallhlífina yfir brjóstið og gengur að koptanum. „Hvern ætlið þér að hafa með yður sem sam- fylgdarmann, mademoiselle?“ „í dag? — Engan. Þá hef ég einu sæti fleira í bakaleiðinni. Eg get þá tekið þrjá særða með mér.“ „En ef þér verðið að nauðlenda, mademoi- selle, þá eruð þér alein, hafið engan til að hjálpa yður.“ „Allt í lagi, ég hjálpa mér sjálf! “ Svo sezt hún upp í koptann, tekur hann fyrst beint upp, en svo beint áfram, en hækkar samt flugið um leið. Eftir tíu mínútur er hún kornin í 500 metra hæð. Hún gefur sér nú tíma til að líta í kring um sig. Orrustuflugvélarnar dansa kringum hana eins og býflugnahópur. „Aumingja karlarnir" hugsar hún, „nú verða 24 ---------- NÝTT SOS þeir að haga vélinni eftir hægfara koptanum mínum!“ Hún opnar fyrir taltækið og kallar í stjórn- anda verndarflugvélanna: „Halló, ekki svona nálægt rugguhestinum mínum, annars getur liann dottið!" „Skilið!“ var kallað til baka, og jafnskjótt gaf stjórnandinn fyrirmæli um, að fljúga ekki svo nálægt koptanum. Hún hló lágt með sjálfri sér. Hún kallar nú á flugvöllinn og segir til sín. „Halló! Allt í lagi um borð — stefna 40 gráð- ur.“ Henni er svarað um hæl og hún lokar aftur fyrir tækið. Hún lítur á mælitækin og það er ekki annað að sjá, en allt sé í bezta lagi. Elds- neytiseyðslan er eins og vera ber, olíuþrýsting- urinn sömuleiðis og hraðamælirinn í lagi. Það er orðið bjart í kringum hana og hægt og gætilega lætur hún koptann hækka flugið upp í 750 metra. Svona, hugsar hún. Þá er það í lagi. Koptinn heldur í norðvesturátt. Á jörðu niðri liðast fljót eins og silfurband til að sjá úr loftinu. Beggja megin fljótsins er þéttur frumskógur. í allmikilli fjarlægð mótar fyrir fjallaklasa í morgunskímunni, eins og þau vilji teygja toppa sína upp í heiðbláan himininn. Hún leiðir hugann að því, hvernig þessi ferð muni enda. Skyldi hún ná áfangastað eða lenda í klóm ó- vinanna? Mundi hún ekki koma of seint til að bjarga mönnunum? Það er áreiðanlega beðið eftir henni með óþreyju. Hún finnur ekki til ótta, hugsun hennar snýst öll um það eitt, að bjarga mönnunum, sem eru í nauðum stadd- ir. Verst hvað þessir koptar eru hægfara! Hún á enga ósk heitari, en að fá til umráða ameríska Rotor-flugvél, sem eru miklu hrað- fleygari. En sá draumur verður líklega aldrei að veruleika. Nú er hún búin að vera þrjá stundarfjórð- unga á lofti. Eftir hálftíma ætti herstöðin að koma í sjónmál. Aftur og aftur leit hún niður. Loftið er svo heitt, að allar útlínur landsins verða óskýrar. Við bugðu á fljótinu lítur hún á kortið til þess að gera staðarákvörðun. Jú, hérna hlýtur hún að vera, því hérna ná

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.