Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 25
fjöllin alla leið niður á fljótsbakkann. Hún leit enn niður og var alveg viss í sinni sök. „Jú, það er rétt!“ Hún leggur frá sér kortið. Og nú fór þorst- inn smátt og smátt að kvelja hana. Hún ásakar sjálfa sig fyrir gleymskuna og heitir því með sjálfri sér, yað hún skuli framvegis gæta þess, að fara sér ekki of óðslega. Snöggvast kemur yfir hana ónotaleg svimaað- kenning. Skyldi hún hafa lagt of hart að sér síðustu vikurnar? Henni verður dimmt fyrir augum, og þreyta, sem ekki þjakaði hana að jafnaði lagð- ist nú yfir hana eins og mara. Hún fann ekki að koptinn valt til og frá, varð óstöðugur í loft- inu. Orð flugmannsins, er flaug við hlið henn- ar, virtust henni koma úr órafjarlægð: „Halló, mademoiselle! — Hvað er að hjá vð- ur, koptinn byltist eins og í fellibyl?“ Valerie hrökk við. Hún sér eldglæringar fyr- ir framan sig og hún sér allt eins og í móðu. Hún opnar sjúkratöskuna titrandi höndum. Með erfiðismunum opnar hún gias með græn- um vökva, fyllir sprautu og þrýstir nálinni gegnum samfestinginn og inn í holdið. Hægt og hægt finnur hún krafta sína styrkj- ast. En hún veit, að áhrif inngjafarinnar vara ekki nema tiltölulega stutfa stund. Hún þarf áreiðanlega aðra áður en hún leggur af stað heim. Nú svarar hún spurningu flugforingjans: „Það hefur ekkert sérstakt skeð, foringi. Smá- vegis vanlíðan í bili. Nú er allt í bezta lagi.“ En tennurnar glamra í munni hennar eins og hún hafi kölduflog. Svitinn rennur í lækjum niðureftir andlitinu, og henni finnst hún vera tilfinningalaus í fótunum. Bara að gefast nú ekki upp. Það mátti ekki ske, og það rétt áður en takmarkinu væri náð. En nú heyrist aftur röddin í taltækinu: „Takið eftir! — Orðsending til koptans! — Herstöðin er hér framundan til vinstri handar! Við steypum okkur niður yfir bækistöðvar óvin- anna og hefjum vélbyssuskothríð. — Hafið þér heyrt til mín?“ „Já,“ svarar flugkonan óþarflega hátt. Hún er því fegin, að geta nú farið að búa sig til lendingar. Á meðan orrustuflugvélarnar steypa sér yfir óvinina, leitar Valérie að heppilegum lendingar- stað. Hún hægir á hreyflinum og fer lóðrétt niður. Hún gefur vélbyssuskothríðinni lítinn gaum. Þegar tvö skot þjóta gegnum klefann hennar, lítur liún bara við, og búið. Nú er hún alveg að komast niður, hún slekk- ur á hreyflinum og lendir. Valérie André ýtir upp klefaþakinu, grípur leðurtöskuna sína og stekkur út. Það munaði ekki miklu, að fætur hennar neituðu að hlýða kalli, en hún einbeitir viljastyrk sínum og jafn- vel brosir til hermannanna. Hvar eru þeir særðu, majór?“ Schwarz majór var í fyrstu hreint agndofa og kom engu orði upp. Hann vissi raunar að von var á flugkonu til að sækja þá særðu, en hann hafði talið sér trú um, að sú kona hlyti að vera stórvaxin og kraftaleg, en í þess stað stóð nú fyr- ir framan hana fögur stúlka og nettvaxin. „Halló, majór,“ Valérie hló, „er yður að dreyma? Hvar eru særðu hermennirnir?“ Majórinn áttar sig nú og fylgir henni til Dubois kapteins, sem er mjög þjáður. Að hálftíma liðnum eru orrustuflugvélarnar komnar aftur og fljúga lágt yfir herstöðina. „Sjáið þið, þeir liafa varpað niður orðsend- ingu!“ Ungur lautinant og majórinn lesa orðsending- una. Schwarz las í hálfum hljóðum: „Þraukið umfram allt! Fallhlífahermenn verða sendir til ykkar!“ „Já, þetta vissi ég alltaf," sagði Schwarz, „ég vissi alltaf, að þeir mundu ekki gleyma okkur!“ Fréttin barst frá manni til manns eins og eld- ur í sinu. Dubois höfuðsmaður var nú borinn út úr bjálkakofanum. Þá var komið með hermann, er særst hafði á bakinu, og svo annan, sem særst hefur á hnénu. Maðurinn gat staulazt áfram á öðrum fætinum, og það sem betra var, hann gat setið á stól. Valérie André fór svo síðust upp í koptann. Schwarz majór leit til hennar, rétti henni höndina og mælti: NÝTT SOS 25

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.