Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 26

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 26
„Eg óska yður alls góðs, ungfrú læknir, líka í framtíðinni!“ „Þökk fyrir, majór, beztu þakkir!'1 Hún lokar klefahurðinni og ræsir hreyfilinn Stundarfjórðungi síðar er koptinn kominn í 500 metra hæð. Valérie leit nú á skotgötin á stjórnklefanum, þar sem vélbyssuskot höfðu lent í. gegn, og það gustar í gegnum götin. „Það stóð glöggt," hugsaði hún, verður litið til vinstri handar á náföla ásjónu liðsforingj- ans. Þá man hún það, að hún hefur gleyrnt að sprauta sig—’jæja, ætli húrí sé samt ekki örugg með flugið heim. Það er ekki svo ýkja langt til Hanoi. Allt gengur vel. Koptinn lendir heilu og höldnu. Valérie stendur við hlið skurðlæknisins rneðan aðgerðin á sjúklingunum fer fram og aðstoðar hann. Hún er alveg örmagna af þreytu þegar lnín fer úr læknissloppnum. Yfirlæknirinn horfir á hana rannsakandi aug- um. „Jæja, þetta er nú víst fullmikið í dag?‘ Hún brosir dauflega. „Já, ég held, að þetta hafi heppnazt, af því að ég gaf sjálfri mér spr. . . .“ Cheriffi gengur til hennar og tekur undir höku hennar. „Segið mér, hvað hafið þér gert?“ „Eg hef bara sprautað mig með benzedrini, ekkert annað.“ „Hye oft hafið þér gert þetta?“ „Verið ekki reiður, prófessor, ég skal ekki gera þetta oftar.“ „Það er óforsvaranlegt, hvernig þér farið með heilsu yðar. Eitthvað verður að ske, ég horfi ekki á þetta lengur.“ „Hvað ætlið þér að gera?“ spyr Varérie skelfd „Hætta að láta yður fljúga!“ „Nei!“ „Jæja, að minnsta kosti verðið þér að hvílast fyrst um sinn.“ „Nei, herra prófessor, ég held áfram að fljúga. Margur hefði ekki haft það af, ef ég hefði ekki komið svona fljótt.“ „Þér hafði rétt fyrir yður, André læknir! — Þér hafið unnið!“ * í næstu ferð til bjálkakofans gekk henni vel, 26 —— NÝTT SOS því nú þurfti hún ekki að nota kortið. Nú voru hermennirnir sex, sem særðir voru, svo hún þurfti að fara tvær ferðir. Strax og hún kemur fer hún inn í kofann til þess að huga að hinum særðu mönnum. En allt í einu kemur hermaður þjótandi inn í kof- ann og hrópar: „Fljótt, fljótt, læknir! Ein orrustuflugvélin, sem fylgdi yður, hefur hrapað niður í kjarrið þarna hinumegin. Skot hefur sennilega hæft hreyfilinn." Hún þýtur út og upp í koptann og setur á sig heyrnartækið. Þá heyrir hún rödd fyrirliðans: „Capitaine André. Við höldum óvinunum frá staðnum, þar sem vélin hrapaði. Reynið að bjarga flugmanninum! ‘ ‘ Næstum samstundis hefur hún hafið koptann á loft. Hún sér stélið á hröpuðu vélinni upp úr kjarrskóginum. Hún svipast um eftir stað til þess að lenda á. Um tuttugu metra frá flakinu sér hún örlítið autt rjóður. Þar ætlar hún að lenda. Strax og hún hefur lent hleypur hún að flakinu. Flugmaðurinn hangir í beltinu. And- lit hans er atað blóði. Handleggirnir lafa mátt- vana niður. Flakið er svo klemmt að honum, að henni er gjörsamlega ómögulegt að ná hon- um lausum. Nú vantar verkfæri, rofjárn eða eitthvað slíkt. Henni verður litið á stálstengurnar, sem halda uppi loftnetinu. Hún reynir af ítrustu kröft- um að ná þeim lausum. Loks tekst henni að losa stengumar. Hún reynir að spenna flakið frá manninum og henni tekst að lyfta þakinu örlítið frá. Hún sker nú beltið í sundur, og fer svo að tosa í fætur mannsins. Þá verður hún þess vör, að maðurinn dregur andann. Guði sé lof, hugsar hún með sér. En hvemig á hún að koma flugmanninum út úr flakinu? Hún lyftir höfði mannsins og hönd- um upp á skrokk vélarinnar. Sentimetra eftir sentimetra þokar hún manninum hærra og hærra. Það er ekki lengur á henni þurr þráð- ur, nærfötin límast við líkamann. Nú er efti búkur mannsins kominn upp á skrokk vélarinn- ar. Hún hættir ekki fyrr en hún er búin að koma manninum út á brotinn vænginn. En hvernig á hún nú að koma honum til koptans. Þá dettur henni allt í einu ráð í hug, hún sker

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.