Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 28

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 28
Flakið á rifinu. Allan hafði spennt nýtt tjald úr segldúk út frá kofanum og notaði það sem hlíf gegn benn- andi sólinni. Hann sat í garðstól í skugganum og drakk whisky. Hann sá stúlkuna koma, en hann reis ekki á fætur. Hann vissi, hvers vegna hún kom, og hann myndi svara neitandi. Mað- urinn hafði verið hjá honum í gær og fengið sama svar. Þau höfðu komið fyrir þrem dögum síðan á hvítri lystisnekkju, sem var ómöguleg til að sigla á milli skerjanna. Enginn myndi taka að sér að sigla snekkjunni hérna á milli eyjanna. Ekki, ef Allan segði nei. Stúlkan var nú komin til hans. Hún var fall- egri en hann hafði búizt við. Hár hennar var mikið og brúnt, og augun voru brún. En aug- un voru án hlýju. — Við höfum komið okkur saman um, að Hún kyssti gamla manninn innilega, og flýtti sér um borð í skipið. * „Já, og nú sit ég hér í Saigon, Dubois höfuðs- maður, og bíð þess að hvíldartíminn sé á enda." „Þér eruð glæsileg kona, Valérie. Eg fer nú brátt að halda heim til Frakklands. Ef ég vissi ekki, að líf yðar er vígt fluginu og starfinu, mundi ég biðja um hönd yðar — en svo —“ „Nei, það getur ekki orðið af því, Dubois höfuðsmaður." Hún benti á flugvél á lofti og bætti við: „Sjáið þesso flugvél þarna uppi! Eg öfunda flugmanninn. Sá dagur er ekki langt undan, er ég má líka fljúga og hjálpa þeim særðu og sjúku. En Dubois höfuðsmaður, ég mun oft hugsa til yðar, því lofa ég yður.. Kannski kem- ur sá dagur, að við sjáumst aftur. Heimurinn er lítill og við eigum bæði sama ættland í hjart- anu. Og nú skulum við kveðjast sem góðir vin- ir, stutt og sársaukalau'st — eins og hermönnum sæmir.“ ENDIR. NÝTT SOS greiða það, sem þér setjið upp, sagði hún fyrir- varalaust. Hann lyfti augnabrúnunum og leit háðslega til hennar. — Eg minnist ekki að hafa rætt nokkra greiðslu við mann yðar, svaraði hann. — Svar mitt var nei! — Hann er ekki maðurinn minn, sagði hún. Svo beit hún á vörina, eins og hún iðraðist eft- ir að hafa sagt þetta. Hún leit á hann með kaldri fyrirlitningu. — 200 dollara, sagði hún. — Fyrir fjóra daga. Og heilan kassa af tvhisky! Hann langaði mest til að reka henni utan undir fyrir síðustu orðin. En í staðinn tæmdi hann glas sitt, stóð upp og snéri við henni baki. Hann var á leiðinni inn í kofann, þegar hann heyrði hana stíga hikandi skref áfram — eins og hún ætlaði að fara á eftir honum. Hann snéri sér við til að segja, að hún skyldi spara sér ómakið. Þá uppgötvaði hann bilikið í aug- um hennar — eins og barnslegt hik, sem einnig hafði eitt sinn verið í augum Súsönnu. — Hversvegna viljið þér komast að þessu flaki? spurði hann. Hann hafði ekki ætlað sér að spyrja. Hann var ekki forvitinn. Hann hafði lítinn, áhuga fyrir öðru fólki. Samt sem áður hafði hann spurt, og spurning hans hafði lokað andliti hennar á sama hátt og ef hann hefði rekið henni utan undir, eins og honum hafði komið til hugar. — Til þess að skrifa um það, sagði hún — Eg er fréttaritari . . . — Það veit ég, sagði hann. — Þetta flak er ekkert til þess að skrifa um nú. Það eru fjögur ár síðan það skeði. Tvær manneskjur drukkn- uðu, af því að þær sigldu á lystistnekkju út á milli skerjanna, sem var byggð fyrir skemmti- siglingu á opnu hafi. Þér getið lesið alla þessa rómantísku frásögn í blöðunum fyrir fjórum árum síðan. Lesið bara blöðin og skrifið frá- 28

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.