Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.02.1961, Blaðsíða 32
hann tvo arma konia við líkama sinn. Sogannar kolkrabbans lireyfðust nú gegnum sjóinn eins og slöngur. Hann sá djöfulleg augu dýrsins, og honum fannst að í þeim mætti lesa alheimsins illsku og heift. Hann kom líka auga á óttasleg- ið andlit stúlkunnar, og honum var ljóst, að hún var við það að missa meðvitundina. Hann vissi, að það gæti orðið örlagaríkt, því dýrið hafði enn fast tak um ökla hennar. Hún hafði reynt að sparka sig lausa, með þeim árangri, að kolkrabbinn hafði hert takið svo, að sogskál- armanna læstust inn í hold hennar. Allan reyndi að snúa sér, þrátt fyrir takið, senr dýrið hafði um líkama hans, og með löng- um skurði tókst honum að skera enn einn arm- af kvikindinu. Annar særði fótur stúlkunnar var nú laus — en hún hafði enga möguleika til að ná fótfestu þarna utan í vegg gjótunnar. Og hann var ekki fær um að styðja hana, því árás kolkrabbans varð nú enn æðisgengnari og ör- væntingarfyllri. Allan fann þrýsting utan um rif sín, og eitt- hvað vafðist um hægri handlegg hans. Honum heppnaðist að koma hnífnum yfir í vinstri hendi, en honum var ljóst, að nú yrðu árásir hans á dýrið ekki eins nákvæmar og kraftmikl- ar. Hann hafði aldrei verið duglegur að gera neitt með vinstri hendinni. Nú var sjórinn orð- inn dökkur í kringum þau, en Allan vonaði, að strumurinn færði blekið burt áður en kol- krabbanum tækist að spú aftur. Hann sá nú ekki stúlkuna og barðist eins og óður maður með hnífinn í vinstri hendi til að reyna að losa hægri liandlegginn. Hann átti orðið erfitt um andardrátt, vegna þrýstingsins að brjóst- kassanum. Hann vissi, að hann notaði of mik- ið súrefni með þessu móti. Útbúnaður lrans var ekki ætlaður til að lenda í átökum við kol- krabba. Honum fannst það taka heila eilífð að losa hægri handlegginn. Hann var fyrst í stað mátt- laus, þegar honum heppnaðist að losa hann, en samt sem áður tók hann hnífinn í hægri hendi, því hann var samt sem áður betri en hin vinstri. Sjórinn var nú svo dökkur, að ekkert sást, það var engu líkara en að vera í dimmum skógi um miðnætti. Hann sá ekki Mary og hann vissi, 32 --------- NÝTT SOS að hún væri enn ver stödd en hann. Eina von- in var, að hún gæti haldið einhverri meðvitund. Það var einasta vonin til björgunar. Með hnífin fyrir framan sig, fálmaði hann sig áfram í sjónum, í þá átt, sem hann hugði hana vera. Jafnhliða varð liann að vera á verði fyrir kolkrabbanum. Tvisvar sinnum komst hann hættulega nærri páfagaukslegum kjafti hans, er átti það eitt markmið að gera út af við hann . . . eða stúlkuna. Eða sennilega þau bæði, ef þessi martröð tæki ekki brátt enda. Allt í einu, eins og fyrir kraftaverk, skar ljós- geisli gegnum sjóinn. Svæðið lá allt í einu bað- að í Ijósi . . . og líflaus líkami stúlkunnar var rétt hjá honurn. Enn var sogarmur ófreskjunn- ar fast vafinn um fót hennar. Hvað eftir annað stakk hann hnífnum á kaf í þennan seiga massa, skrokk dýrsins. Hann óskaði þess innilega, að hann vissi hvar hjarta dýrsins væri, en hann hafði ekki hugmynd um það. Hann sló bara um sig með hnífnum og stakk og stakk í ör- væntingu . . . hamingjusamur yfir ljósinu, en fullur haturs til þess manns, sem hafði kveikt það, í því eina skyni að geta ljósmyndað þessa einstæðu kolkrabbabaráttu og verða enn meira frægur fyrir. Og skyndilega var þessu öllu lokið. Hann vissi ekki hvort kolkrabbinn var dauður, eða hvort hann hafði bara gefist upp við orrustuna. Hann hugsaði aðeins eitt: Mary. Líkami hennar var háil af bláleitu slíminu, sem komið hafði úr sárum kolkrabbans. Hann fékk varla tak á henni. En nú var hún með- vitundarlaus, og hann varð að koma henni í skyndi upp í skipið, svo hann gæti látið hana anda að sér fersku lofti, sem hann nú einnig sjálfur þráði ómótstæðilega. Mary lá á þilfarinu, og hann nuddaði útlimi hennar með máttlitlunr fingrunum, þegar Ed- ward Berg klifraði yfir lunninguna. Hann kom dýrmætri myndavélinni og ljóskösturunum vandlega fyrir í kössum sínum áður en hann losaði sig við annan útbúnað sinn. Hann leit ekki á Allan. Það var eins og allt í einu hefði vaknað einhver samvizka til lífs í honum. Loks kom hann þangað, sem hún lá. — Er allt í lagi með hana? spurði hann.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.