Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 6
ar. Þeir voru allir lagðir í bönd og farið með þá niður í káetu, þar sem þeir, eins og venju- lega, voru teknir til yfirheyrslu í viðurvist far- þeganna. Með brögðum og útúrsnúningum gat Bully Waterman snúið öllum hlutum máls- ins við, og sjómennirnir voru síðan bókstaflega neyddir til að skrifa undir sannleiksgildi þess, sem inn var fært í skipsdagbókina. Síðan var farið aftur með þá upp á þilfar, þar sem Cole, annar stýrimaður, tók þá til meðferðar, hífði þá upp í vantinn á þumalfingrunum, þannig að Jieir rétt gátu tillt í þilfarið með tánum; síðan voru þeir húðflettir á hinn hryllilegasta hátt með gúmmíkylfum, sem Bully Waterman og stýrimenn hans höfðu næstum alltaf við hend- ina — þ. e. a. s. festa við úlnlið sér. Það var engu líkara en, að hásetarnir hefðu rétt fyrir sér um það, að gamli uppgjafa-sjóher- maðurinn hefði stokkið fyrir borð. Þátt fyrir ýtarlega leit, var hvergi hægt að finna hann. En Jim Douglas var í efa, og hann ákvað við tækifæri að rannsaka vel mannaíbúðirnar, þegar allir væru á þilfari. Og nótt eina, í vondu veðri, Jiegar allir voru uppi, tók hann einn af drengjunum með sér framí, og með lukt í hend- inni rannsakaði hann Iúkarinn. Bilið á milli neðstu kojunnar og gólfsins var lokað með klæðningu, sem var vel fest. Jim Douglas lét hendina renna eftir klæðningunni og lýsti jafnframt með luktinni, og svo fann hann að lokum það, sem hann leitaði að — borð- in voru laus og sýnilega lokað innan frá. Hann kippti í og borðið datt frá. Síðan skipaði hann drengnum að skríða undir kojuna og þreifa hvort nokkuð væri þar inni. Þetta var síður en svo þægilegt starf. En drengurinn var hræddari við stýrimanninn en kölska sjálfan, og hann þorði ekki annað en hlýða, en strax og hann varð var við eitthvað volgt, sem hreyfðist, varð hann fljótari út úr skúmaskotinu aftur en hann hafði verið inn, og þaut æpandi af hræðslu upp lúkarsstigann. Og hinn, annars svo grimmi, Jim Douglas, vissi ekki sitt rjúkandi ráð og smitaðist af þeirri ógn- arhræðslu, sem greip drenginn. Hann missti luktina og elti denginn upp á þilfai'ið, þar sem hann áttaði sig þó fljótlega. Svo tók hann sér stöðu upp við kappann og beið. NÝTT SOS Skammri stundu síðar kom sjómaðurinn, er leitað hafði verið, fram úr fylgsni sínu, og er hann sá stýrimanninn, féll hann strax á hné og baðst vægðar. En Jim Douglas þekkti hvorki náð né miskunnsemi. Hann hafði gripið gúmmí kilfuna í hendina, hvæsandi og gnístandi tönn- um barði hann sjómanninn, og er hann reyndi að bera hönd fyrir höggin og hlífa höfðinu braut stýrimaður handlegg hans á tveim stöð- um. Síðan var veslings maðurinn lagður í járn og lokaður inni upp á vatn og brauð, það sem eftir var ferðarinnar. Brotni handleggurinn mátti gróa saman eins og verkast vildi. Næsta dag fór „The Challenge“ fyrir Horn eftir að hafa verið 55 daga frá Sandy Hook. En nú var mannskapurinn framan við stórsiglu svo þjáður af sjúkdómum og illri meðferð, að þeir gátu varla neitt meir. Það var næstum órnögu- legt að hafa vald á ránum í slæmu veðri og festa seglin, og síðari hluta dagsins, þegar bjarga átti mersasegiinu, fór allt út um þúfur. Segiið barðist ægilega í vindinum og blés upp á rána, svo það var stórhættulegt að fara út á hana. Cole annar stýrimaður var sjálfur uppi í reiðanum og rak á eftir. En mannskapurinn var skjálfandi af kulda og máttvana og þá vant- aði bæði kraft og einbeittni til að taka fyrir al- vöru upp baráttuna við segiið. „Komið mannskapnum út!“ öskraði Jim Dougias neðan af hálfdekkinu. „Út á rána með þá!“ Cole, sem sjálfur hélt sér fast innan við rána, varð viti sínu fjær við þessi hróp, og í stjórn- lausri bræði braust hann út á rána og sparkaði Jiremur mönnum af henni. Tveir féllu útbyrð- is, þar sem þeir héldu sér á floti dálitla stund, en enginn hreyfði hönd eða fót til að bjarga Jieim, og svo lnirfu þeir sjónum og sukku. Sá þirðji féll niður á hálfdekkið, og hann reis ekki aftur upp. Hann hafði fótbrotnað á báðum fót- um, og veinaði ámátlega af kvölum. Jim Douglas þaut strax að honum. „Æh! Ó! Ó! Æ!“ skrækti hann framan í þennan óhamingjusama vesaling. „Hvers vegna ertu að öskra? Þú ert þó dauður!" — Hann snéri sér að svarta kokknum, sem í þessu gekk fram hjá. „Hæ, þú þarna, Surtur! Á þessi mað- 6

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.