Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 15
mikil, því vélarúmið fylltist á augabragði af sjó, öll Ijós slokknuðu og radiostöðin varð óvirk. Skipsflauturnar öskruðu í öllum átturn, og önn ur skip komu á fullri ferð beint á þau, sem þegar voru strönduð. „Young“ — sem var 3. í röðinni — reyndi að bjarga sér með að beygja snöggt á sjórnborða, en það var of seint. Stefni skipsins lenti beint á skipsskrúfum „Delphys“, sem enn snérust á fullri ferð, og þær skáru upp síðuna á „Young“ eins og dósahnífur meðan skipið rann framhjá. Með alla síðuna uppskorna hélt þetta dauðsærða skip áfram, þar til það rakst á sker og 100 sekúndum síðar lagðist það á hliðina. Skipin fjögur, sem komu næst á eftir, reyndu öll að bjarga sér með því að beygja snögglega. En þau lentu öll á skerjunum. Inni í þessum hálfhringmyndaða flóa var há vaðinn og ringulreiðin óskapleg. Hvert þrumu- brakið fylgdi á eftir öðru, ljós slokknuðu, skips- flauturnar öskruðu, vein og skipanir heyrðust úr öllum áttum. Svartur, kaldur sjórinn var nú þakinn þykku, feitu olíulagi úr sundurrifnum skipunum. Fyrsti tundurspillirinn strandaði, er klukkan var sjö mínútur yfir níu. Tíu mínútum yfir níu, eða þrem mínútum síðar, voru sjö tudurspillarnir orðnir að flaki á skerjunum. Það sem eftir var af flotadeildinni gat forð- ast strand, þau fengu nægilega snemma viðvör- un af fyrsta strandinu. Þau gátu samt sem áð- ur ekki tekið þátt í björgunarstarfinu, þar sem þau þurftu að bjarga sér út á dýpra vatn, burtu frá þessari hættulegu strönd. Tveim mínútum eftir að „Delphy“ strandaði brast skipið í þrjá hluta. Menn féllu eða stukku fyrir borð og reyndu að komast upp á olíublaut og hvöss skerin í kring, sem sjórinn braut yfir án afláts. Flestir héldu sér þó fast í það sem eftir var af skipaskrokkunum. Kyndari einn kom þjótandi upp úr flakinu, og þegar hann sá,- hvernig nokkrir af félögum hans börðust við klettana og skolaði út aftur jafnóðum og þeir komust upp, stakk hann sér í sjóinn til að reyna að hjálpa þeim. Þegar hann kom í sjóinn brotn- uðu bæði glerin í gleraugunum hans og gler- brotin stungust inn í augun. Blindur og viti sínu fjær af kvölum var hann aftur dreginn um borð í flakið. Tók hann þá til í kvalaæðinu að æða um hallandi þilfarið á hvað sem fyrir var og lék sig hræðilega, braut og marði. Einn liðsforinginn skipaði að binda manninn við sigluna, þar til hægt væri að koma honum á öruggan stað. Stuttu síðar kom brotsjór og tók mastrið og manninn með sér út í myrkrið. Siglutréð fannst mörgum dögum síðar rekið á störndinni og var lík kyndarans enn fast við það. Þrátt fyrir þetta var ekki hægt að segja, að menn hefðu almennt misst stjórn á sér. Menn biðu reiðubúnir til starfa og þegar yfirmennirn- ir óskuðu eftir sjálfboðaliðum til þess að reyna að koma línu til lands, gáfu margir sig fram. W. E. McEahy varð fyrir valinu og stakk sér hiklaust í kaldan olíbrákaðan sjóinn. Allt í kringum hann voru félagar hans tugum saman á sundi og reyndu að komast til strandar, en náttmyrkrið var svart sem tjara og erfitt að átta sig. Sjóliðanum heppnaðist að ná landi og gat fest línuna, og flestir skipsmenn þessa tundur- spillis komust í land eftir línunni. MeEahy var samt ekki sá fyrsti, sem tókst að komast í land með línu. Tveir menn frá „S. P. Lee“ höfðu drýgt þessa hetjudáð stuttu áður. Það voru þeir, sem John Giorvas mætti, eins og áður er sagt frá. Á „Young“, sem næstum samhliða því að stranda, lagðist á hliðina, varð allt í ringul- reið og stjórnleysi. Margir stukku stra xfyrir borð og urðu undir stálsíðu skipsins, þegar það lagðist. Aðrir voru fangar niðri í skipinu. Þeir, sem strax fóru eftir fyrirmælum yfirmann- anna og héldu sér við þilfarið, gátu klifrað út á þá hliðina, sem upp snéri. Um það bil í 40 metra fjarlægð lá „Chauncey" strandaður á skeri. Hann stóð það hátt á skerinu, áð hann var nærri á þurru. Bátsmaðurinn Olaf Peterson af „Young“ stökk útbyrðis og synti með línu í munninum yfir til „Chauncey". Eftir þessari línu komust um það bil 70 af félögum hans yf- ir í „Chauncey". Stuttu eftir miðnætti voru allir þeir sem lif- andi voru af skipunum þremur, sem næst voru ströndinni, komnir í land. Matur og teppi frú Thompson náðu skammt fyrir öll þessi hundr- uð skipbrotsmanna. En símaþræðirnir voru fyr- NÝTT SOS 15

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.