Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 21

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 21
braut tvo báta allmikið auk fleiri skemmda. í dögun 4. júní, en þá beitti skipið upp í vindinn með aðeins 4—5 sjómílna ferð, vaknaði Bob Milestone við einkennilegt hljóð. Hann vakti Mike Crossey, sem svaf í koju andspænis honum. „Halló, Mike! Hlustaðu! Hvað er þetta þarna í lestinni við hliðina á okkur?“ „Djöfulinn meinarðu?“ urraði Crosey úrill- ur. Lest nr. 1? Hvað er klukkan?" „Hálfeitt, Mike.“ „Það er draugatíminn, ha, ha!“ Þá greip einn félagi þeirra allt í einu fram í: „Það er sjór í lestinni, Bob. Eg heyri það svo greinilega.“ „Þá verðum við að kalla á þann gamla,“ sagði Milestone og klæddist af skyndingu. Skipstjórinn kvaddi hina yfirmennina á sinn fund. „Mr. Fenn! Farið fram í lestina og mælið, hve hátt vatnið er. Takið bátsmanninn með yður. Lenzdælurnar í gang tafarlaust!“ Ekki gat skipstjóri séð, að neitt óvenjulegt hefði skeð. Það var hins vegar mikill sjógang- ur og suðvestanstormur. En þannig hafði veðr- ið verið nú um sinn. Skipstjórinn skipaði þó svo fyrir til öryggis, að slá undan meðan verið væri að athuga hvað skeð hafði. Svo kallaði hann á Hillaby og sagði, að þeir skyldu sjálfir ganga úr skugga um, hvað hefði skeð í draugalestinni. Hann reyndi að hlægja, en var þó ekki hlát- ur í hug, þrátt fyrir það, að stýrimaður hafði fullyrt, að hann fynndi engan sjó í lestinni með mælingum. Skipstjóri og yfirvélstjóri hleruðu við þilið á hásetaklefanum til þess að vera alveg vissir í sinni sök. „Enginn efi, skipstjóri," sagði Hillaby eftir stundarkorn. „Það er sjór í lestinni." „Já,“ samþykkti Wilson. „Eg heyri það líka.“ Þeir fóru samt niður í lestina til frekari full- vissu, en þá brá svo undarlega við, að enginn leki fannst. Annar vélstjóri kom nú líka í lestina. „Það er enginn sjór í skipinu,“ sagði hann. „Það er alveg áreiðanlegt. Það kemur enginn sjór í dælurnar.“ En skipstjórinn var ekki alveg eins viss um, að ekki væri sjór í lestinni. „Dælurnar virka að neðan, en hafi sjórinn komist í lestina ofan frá lendir hann í zink- inu og kemst ekki gegnum það. Þá koma dæl- urnar ekki að neinum notum. Eg finn líka, að skipið lyftist ekki eðlilega í öldunum, það er orðið svo þungt að framan . . .“ Hann kallaði á bátsmanninn: „O’Neil! Opnið lest nr. 1. Við verðum að komast að því, hvað er að ske. Og þér, Mr. Hillaby og Mr. Moorsom, skerið hnoðnaglana úr skilrúminu. Þá rennur sjórinn úr lestinni inn í stafnrýmið og þá geta dælurnar tekið til starfa.“ En þegar skipstjórinn kom út á þilfarið ásamt bátsmanninum, reið að þeim æðandi brotsjór, sem sópaði þeirn út að skjólborðinu.“ „Guð minn góður!“ hrópaði O’Neil, „þetta lítur þokkalega út!“ „Við verðum að hafa lestina lokaða, að minnsta kosti á meðan skipinu hefur ekki ver- ið snúið upp í vindinn.“ Eftir stutta stund var tilkynnt, að öll lestar- op væru pottþétt svo að sjórinn hefði ekki get- að komið að ofan. En allt í einu er kallað, að skilrúmið hafi brostið, þegar verið var að skera hnoðnaglana. Þá kom Hillaby náhvítur f andliti. „Stafnrýmið er fullt af sjó upp undir þilfar. Þetta er miklu verra en við gerðum ráð fyrir!“ „Kasdð farmi úr skipinu að framan!" skipaðí skipstjórinn og fór upp á stjórnpall. 1 svipinn varð hann gripinn sárri örvilnan. Var skipið hans, Trevessa, virkilega að farast? Og allt var þetta sök þessa bölvaða farms, þessarar leðju, sem hélt sjónum í sér. Ef sjór kæmist í lest nr. 2, var allt búið. En spurningin var: Hvernig í ósköpunum hafði þetta skeð? Þeirri spurningu var enn ósvarað. „Nú dæla pumpurnar eðlilega," tilkynnti þriðji vélstjóri. „Já, þær dæla úr stafnrúminu, en nú er allt um seinan.“ Skipstjórinn hikaði andartak. Svo mælti hann: „Mr. Eaton. Hafið báta nr. 1 og 3 stjórn- NÝTT SOS --------------- 21

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.