Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 22

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 22
borðsmegin tilbúna! Þjónn! Látið vistir og dósamjólk í bátana eins og framast er hægt. En ekkert kjöt í dósum. Mr. Hillaby! Vélin á að vera í gangi áfram! Eg segi til, hvenær á að stöðva hana. Og þér, Mr. Christina! Þér sendið út neyðarkall og segið stöðu okkar. Og þér, Mr. Fenn, eruð ábyrgur fyrir því, að hver maður fái björgunarbelti.“ „Björgunarbelti? Þvættingur!" muldraði Bob Milestone, sem hafði fylgt skipstjóranum upp í brúna. „Gerir ekki annað en lengja dauðastríð- ið.“ Hann hafði svo lágt, að varla heyrðust orða- skil. Hann hafnaði beltinú og þar sem hann hafði verið hart nær fimm áratugi til sjós, var hann látinn ráða. Skipverjar trúðu því ekki enn, að bein hætta væri á ferðum. Samt framkvæmdu allir gefnar skipanir, náðu í pjönkur sinár og settu í bát- ana ásamt matarforða. En að Trevessa væri að því komin að sökkva. Nei — það var óskiljan- legt. Skipskötturinn stökk líka upp úr bátnurn óg inn á þilfatið aftur. Hann ætlaði sýnilega ekki að yfirgefa skipið. „Nú, já, já,“ sagði Paddy Maloney, „köttur- inn veit betur en skipstjórinn. Við sökkvum ekki, boys. Þó er betra að hafa vaðið fyrir neð- an sig.“ En samt seig skipið meira og meira að fram- anverðu. Nú voru níu vindstig. Ölduhæðin var sex til níu metrar. Skuturinn gnæfði svo hátt upp úr sjónum, að stýrið varð næstum gagnslaust. Því varð ekki unnt að beygja á hléborða til þess að setja út bátana. Þó tókst um síðir að setja þá á flot án skemmda. Enn sendi loftskeytamaðurinn neyðarkall Þrjú skip höfðu svarað og kváðust mundu koma til hjálpar. En þau voru langt í burtu, mjög langt. Vélin var enn í gangi. En skipið sökk meir og meir, sökk undan fótunum á mannskapn- um. „Stöðvið vélina!“ hafði skipstjórinn fyrirskip- að áður en bátarnir voru settir á flot. Og svo: Hálfa ferð afturábak!" Var þá skipið orðið ferðlaust. Þá var auðveld- ara að fara frá borði. 22 ---------- NÝTT SOS Og svo kom skipunin: „Allir menn yfirgefi skipið!“ Síðastur fór skipstjórinn. Þá var klukkan 2,15 að morgni hins 4. júní 1923. Þeir voru staddir á Indlandshafi, á 28 gráðum 45 mín. suðlægrar breiddar og 85 gráðum 42 mín aust- lægrar lengdar. Fjarlægð frá næsta byggðu landi var 1500 sjómílur eða 2700 km. Báðir bátarnir héldu sig í nánd við Tre- vessa. Öðrum þeirra stjórnaði skipstjórinn, hin- um fyrsti stýrimaður. Skipið var uppljómað, því ljósavélar þess voru enn í gangi. En skut- urinn reis hærra og hærra. Hálftími leið. — Skyndilega var Trevessa horfin. Hún hafði stafnstungizt næstum lóðrétt. „She ’s gone,“ sögðu mennirnir í bátunum. Skipið þeirra var sokkið. Og bátskeljarnar tvær úti á óravíddum Indlandshafs með 44 menn innanborðs. Hrakningar í opnum bátum. Trébátarnir, sem áhöfn Trevessa hafði bjarg- að sér á frá sökkvandi skipinu, voru tæpir 8 metrar á lengd og hálfur þriðji metri á breidd. í skipstjórabátnum voru 20 manns, en í hin- urn 24. Þeir höfðu líka meira af matvælum, vatni og tóbaki. Heilsufar var gott, aðeins þrír fundu til lasleika. En þegar skipstjórinn fór að hugleiða mögu- leika á björgun, varð hann að taka á allri sinni viljafestu til þess að ekki yrði á honum séð, hve alvarlegt ástandið var. „Við erum 1600 mílur frá Fremantle“, hvísl- aði hann að vélstjóranum, „og 1700 mílur frá Mauritanius-eyjaklasanum. Það var allt annað en auðveldur kostur að velja hvora leiðina skyldi fara. Bátarnir voru enn í nánd við slysstaðinn. Yfirmenn sátu afturí, en aðrir skipverjar dreifð- ir um bátinn. „En skipin þrjú, sem svöruðu okkur,“ sagði Hillaby. „Eg efast ekki um, að þau koma okk- ur til hjálpar.“ Skipstjórinn kinkaði kolli. „Enginn efi, að þau gera sitt bezta. En þau eru nokkur hundruð sjómílur í burtu. Við verð- um að reikna með því versta."

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.