Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 25

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 25
„Við höfum ekki samflot lengur," svaraði hann. „Hinn báturinn sigldi svo hægt, að við urðum að beita uppí á hverju kvöldi, og bíða hans lengi. Nú hafa þeir skipstjórinn og fyrsti stýrimaður ákveðið, að reyna sig upp á eigin spýtur.“ „Og hvenær var það, Joe?“ „Því er erfitt að svara. Fimmta eða sjötta daginn eftir sjóslysið, held ég.“ „Það var 9. júní,“ sagði Mike Crossey. „Og í dag er 16. Það er vika síðan.“ „Vika!“ Ned hristi höfuðið. Hvellt hróp eins vélstjórans rauf samtalið. „Gætið ykkar! Hafið!“ Og skipstjórinn bætti við: „Gættu að stýT- inu, Bob!“ En það skipti engum togum, að bátnum sló flötum. Brotsjór skall á honum. Hræðsluóp kváðu við. Nokkrir menn ruku á fætur. Bátur- inn lagðist mjög á hliðina. Ekki var annað sýnna, en honum mundi hvolfa. „Sitjið kyrrir!“ öskraði skipstjórinn. „Niður með ykkur!“ Skipuninni var hlýtt. Allir rennvotir, en hófu samt austurinn tafarlaust. Þetta var eitt þeirra fáu atvika á þessari öm- urlegu ferð, sem varð mönnum minnisstætt. í hitabeltinu skullu þessar hryðjur á næstum eins og hendi væri veifað. Regnvatninu var safnað. Það var ekki mikið, en þessi aukni skammtur veitti skipverjum nýj- an þrótt. Þorstinn var versta plágan. Hungrið var ekki eins þungbært. Meðan veðrið var gott var líðan manna við- unanlegri. Þá þurkuðu þeir föt sín. Nokkrir fóru meira að segja í bað, þótt ekki væri það hættulaust vegna hákarlanna. En svo varð aftur kalt í veðri. Enginn hafði þá herkju í sér til þess að fá sér bað. Útlit manna var hið hræðilegasta, þeir voru líkastir villimönnum, skeggið mikið og úfið. Sumir líkari beinagrindum en mennskum mönnum, líkaminn þakinn blöðrum og víða bólginn. Augun þrútin og næstum Ifmd saman af salti. Og þá tilkynnti dauðinn komu sína. Margir voru hissa á því, hve lengi hann hafði látið bíða eftir sér. Fyrsta fórnin var Indverjinn Djevad. Hann hafði legið í móki marga daga, en 21. júní sofn- aði hann svefninum langa. Honum var varpað fyrir borð. Var þá lesin bæn. Sama dag slokknaði líka líf Arabans Alis. Það leit út fyrir, að Ned Preedy yrði næstur í röðinni. „Kitty Hallstead!“ heyrðist hann muldra. „Kitty! Eg kem og bjarga þér!“ Þá kallaði hann á foreldra sína, bað um vatn og fékk smáaukaskammt. Svo missti hann með- vitundina, en vaknaði brátt aftur og talaði ó- ráð. „Hvað gengur að honum?“ spurði fyrsti vél- stjóri skipstjórann. „Þetta lýsir sér öðruvísi hjá honum en Djevad og Ali.“ „Já, Hillaby. Hinir dóu báðir af magnleysi. En Preedy var orðinn veikur áður. Flensa — líklega lungnabólga. Og þá er ekki að sökum að spyrja —“ Hann þagnaði og horfði í vestur, — út á óra- vítt hafið. Guð sé oss næstur, ef ekki fer að sjást til. lands. Vonin um að hitta skip var löngu slokkn- uð. Niestu nótt læddist einn hásetanna að átta- vitanum og drakk af honum. Hann fékk óþol- andi magakrampa. Annar drakk sjó og varð viðþolslaus af þorsta. Loftskeytamaðurinn, Mr. Christian, var svo máttfarinn, að hann gat ekki setið uppréttur án stuðnings. Þeim fór æ fækkandi, sem gátu borið sig mannalega og reynt að lífga upp á þessar hrelldu sálir. Nú gat enginn neytt tvibakanna lengur, reyndar var þetta orðin ógeðslega hörð skorpa. Menn lifðu bara á mjólkur og vatnsskammtin- um. En það entist ekki lengi úr þessu. Bátverj- ar voru orðnir svo magnþrota, að allir urðu að hjálpa til að draga upp seglið, þegar það var reist. Þó var það ekki nema eins manns verk. Og svo bættist það ofaná, að sólarhring- arnir liðu hver af öðrum án þess að bátunum miðaði nokkuð verulega áfram. NÝTT SOS --- 25

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.