Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 29

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 29
á háhæluðum skónum. Það eru ekki minna en sex eða átta kílómetrar. En hér hefurðu ekkert að óttast, þar sem bílarnir eru alltaf á ferð- inni framhjá.“ „Gætum við ekki — reynt að fá einhvern til að taka okkur upp í?“ spurði Lára hvíslandi. En henni var sjálfri ljóst, hversu kjánaleg þessi hugmynd var. Á bílabrautunum stoppuðu menn ekki á þessum tíma til að taka fólk upp. Þar var hraðinn alltof mikill til að nema skyndi- lega staðar. Og það sama sagði Tom. „Ekki einu sinni köttur mundi veita þér athygli. Það væri ekki nema ef umferðalögreglu bæri að og spyrði hvort eitthvað væri að.“ Hann klappaði hönd hennar. „Eg skal flýta mér allt hvað ég get.“ Hún sá að hann beið eftir hléi á umferðinni, svo þaut hann yfir brautina út á grasbekkinn. Hún sá á því hvernig hann gekk, að það mundi ekki vera þægilegt að ganga þarna. Hún hefði ekkert komizt á hælaháu skónum. Það var sýni- legt á ljósum bílanna, að vegurinn lá niður- ávið. Tom hefði getað sparað dálítinn spö með því að láta bílinn renna sjálfkrafa. Hún hafði aldrei í Iífi sínu verið jafn ein- mana og nú, eftir að Tom var farinn. Nokkr- um metrum burtu runnu bílarnir framhjá í endalausri röð, en hún vissi, að enginn skipti sér af bíl, sem stóð út á vegarbrún. Hún hafði aldrei sjálf gert það, aðrir gerðu það ekki frek- ar en hún. Tom hafði dregið niður í útvarpinu. Nú var dauf músíkin rofin af rödd, sem sagði. „Við grípum andartak inn í til þess að útvarpa sér- stakri tilkynningu. Lögreglan hefur rannsakað bílinn, sem Denny Holtz fannst dauður í, fjóra kílómetra frá Littleton. Þar er um morð að ræða. Holtz hefur látizt samstundis af skoti, sennilega hefur skotið komið frá bíl, sem fór fram hjá. Þar sem sýnilega enginn hefur séð, þegar morðið var framið, getur lögreglan enga lýsingu gefið á morðingjunum eða bíl þeirra, en þar sem átti að koma fram sem vitni í Kin- nilk-málinu, bendir það til----“ Lára lokaði skyndilega fyrir útvarpið. Þetta var ekki mál, sem henni kom við, það tilheyrði heimi afbrotamannanna, sem fólk las öðruhvoru um í blöðunum. Fyrst hafði Kinnilk verið myrtur og nú Holtz, af því að hann vissi of mikið um mennina fjóra, sem sézt höfðu í sam- bandi við Kinnilk-morðið . . . Fjórir menn . . . Littleton . . . Lára starði stíft fram fyrir sig. Grái bíllinn hafði komið frá Littleton! Mennirnir fjórir, með hörðu svip- lausu augun, höfðu starað á Tom, þegar hann skrifaði niður bílnúmerið þeirra og heimilis- fang. Ef bréf, sem sent væri til heimilisfangs- ins yrði endursent til Tom, gæti það orðið þeim hættulegt. Ef þessir menn hefðu myrt Holtz yrði fjarverusönnun þeirra eyðilögð um leið og lögreglan hefði númer bílsins. Þetta gæti þýtt dauðadóm yfir þeim. Ef þeir höfðu drepið Holtz af því að hann var þeim hættu- legur, hvað þá með Tom? Smellurinn, sem þau höfðu heyrt, hún og Tom, þýddi það að . . .? Holtz hafði verið skot- inn úr bíl, sem fór fram hjá. Þegar langferða- bíllinn fór fram hjá þeim hafði bíll verið fast á eftir þeim með sterkum ljósum. Þá heyrðist smellurinn, og bíllinn dróst afturúr og lét aðra; bíla komast fram fyrir. Ef þetta var nú þannig, ef þetta hafði verið grái bíllinn, hafði hann fylgt þeim eftir . . . Lára hafði ekki hugsað hugsunina til enda, er hún kom auga á gráa bílinn á akbrautinni, greinilega upplýstan frá bílum, sem á eftir komu. Hún fékk hjartslátt, þegar hun sá hann þjóta fram hjá og aka yfir á hægri vegarbrún, þar sem hann hægði á sér, og rann svo hægt áfram eftir hallandi veginum. Síðasta sem hún sá af honum var rauða ljósið, sem lýsti í myrkr- inu eins og hættumerki um leið og hann nam staðar. Fóru mennirnir út? Voru þeir að læðast að henni í skjóli myrkursins? Nei, þetta var brjál- æði, hún mátti ekki missa stjórn á sér! Skammt frá óku bílar fram hjá, og í þeim öllum voru menn — velviljað fólk . . . Skynsamlegast væri að líta eftir, hvort gat væri á benzíngeyminum eftir byssukúlu, full- vissa sig um, að þetta væri ekkert annað en í- myndun. Með erfiðismunum fékk hún opnað hurðina og skreiðst út úr bílnum. Hún varð að styðja sig við aurbrettið meðan hún beið þess að sterk ljós frá einhverjum bílnum lýstu á benzíngeyminn. Þegar það kom var eins og NÝTT SOS ------------- 29

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.