Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.03.1961, Blaðsíða 30
hjarta hennar hætti að slá. Það var ekki um að villast, það var skotgat á benzíngeyminum — lítið kringlótt gat eftir byssukúlu. Þrír bílar þutu framhjá í röð með miklum hávaða. Rauð bakljós þeirra hurfu og allt í einu var vegurinn auður, og það varð svo hljótt að suðið í skordýrunum var óeðlilega hátt. Og þá heyrði hún rödd. Hvað hún sagði gat hún ekki greint. Það var stutt skipun einhvers staðar úti í myrkrinu. Hún varð helköld af ángist, en fætur hennar hreyfðust ósjálfrátt að opnum bíldyrunum. Hún skreiddist inn, lokaði hurðinni og læsti. Hræðslan lá eins og ís í blóði hennar. Bíll lýsti upp bakrúðuna hún starði fram með ljósgeislanum út í myrkrið fram með veg- inum og sá eitthvað lireyfast þar. En það var aðeins brot úr sekúndu. Þegar ljósgeislinn varð sterkastur kom hún ekki auga á neitt annað en nokkrar óræktarjurtir og girðingu lengra burtu. En hún vissi, að þeir sóttust eftir vasabók Toms, en ef hún fengi þeim hana, yrði enn meira knýjandi fyrir þá að drepa hana — af því að hún vissi, hversvegna þeir vildu ná bókinni. Þarna voru þeir! Hún heyrði rödd segja: „Láttu eins og þú sért að líta eftir, hvort hafi sprungið hjá þeim, Joe —Hljóðlaust lét hún sig renna niður úr sætinu og inn undir mæla- borðið. Dökkur klæðnaður hennar veitti meiri líkur fyrir því, að þeir kæmu ekki strax auga á hana, en þeir yrðu að brjótast inn í bílinn til þess að ná í vasabókina, og þá kæmust þeir ekki hjá því að sjá hana! Einhver tók í huðina. Svo heyrðist formælt, og rödd sagði: „Eg neyðist til að mölva rúðuna. Látið sem þið standið og starið á afturhjólið." Láru var ljóst, að enginn sem færi um veg- inn myndi veita mönnunum athygli, sem væru að athuga sprungið hjól. Fjórði maðurinn þurfti talsverðann tíma til að brjóta rúðuna, jrví glerið var sterkt. En þegar hann hafði náð að koma hendinni inn, yrði hann ekki lengi að opna. Þá kæmi hann auga á Lári og myndi varla hika við að skjóta hana — og hvað svo með Tom? Hann hefði ekki minnstu möguleika til að sleppa, þar sem hann gengi eftir gras- rindanum. Varlega mjakaði hún sér yfir undir stýrið. 30 --------- NÝTT SOS Hún varð að gera eitthvað til að bjarga lífi Toms. Ljóskeila frá vasaljósi staðnæmdist á lienni. Maðurinn fyrir utan hafði komið auga á hana. Hún heyrði hann formæla og berja vasaljósinu í rúðuna. Svo sat hún allt í einu undir stýrinu, setti vagninn í gír og þrýsti á sjálfstartarann. Bíllinn hreyfðist! Það átti ekkert skylt við venjulegan akstur, hann hreyfðist í krampakenndum rykkjum. Maðurinn barði aftur einhverju í rúðuna og hún brotnaði. Nú kveikti hún ljósin og mjakaðist út á akbraut- ina. Bíll flautaði óhemjulega. Nú var hún kom- in yfir í vinstri hlið vegarins — á þeirri braut, sem ætluð var hraðgengustu bílunum. Einn mannanna hafði reynt að hlaupa á eftir henni. Henni virtist hann verða að snúa við vegna umferðarinnar. Bíllinn mjakaðist áfram. Nokkrir bílar runnu fram hjá með aðvarandi flauti. Tveir mannanna voru komnir yfir á miðbrautina. Þegar engir bílar hindruðu leng- ur myndu þeir ná til hennar og skjóta hana. Hún beygði sitt á hvað inn á brautina, og bíl- arnir öskruðu og sluppu með naumindum við að aka á bílinn. Það var að verða búið af geymunum. En allt í einu fékk bíllinn ferð. Hún var komin þang- að, sem verurinn fór að halla. Enn reyndi hún að aka ýmist inn á brautina eða út á vegbrún, í þeirri von, að einhver vegfarandi skildi, að eitthvað væri að, og nema staðar. Bflarnir öskr- uðu, en enginn stanzaði, allir þutu þeir áfram. Þegar hún kæmist niður í lægðina framundan, væri öll von úti. Allt í einu kom hún auga á gráa bílinn á hægri vegarbrún. Nú var mikil ferð á bílnum hennar, en ef hún næmi staðar myndu allir bílarnir fyrir aftan strax nota tæki- færið til að aka framhjá. Hún vissi aðeins eitt meðal til þess að stöðva ökumenn að kvöldlagi úti á vegunum. Aðeins eitt meðal! Grái bíllinn var nú mjög nærri. Hún lét bíl- inn skjögra yfir til vinstri og síðan yfir til hægri — og ók beint á gráa bílinn. Henni fannst há- vaðinn ægilegur. Hvínandi bremsur og öskr- andi flautur fylltu loftið í kringum hana. Bíl- stjórar komu hlaupandi til að taka hana út úr bílnum. Loks kom bíll umferðarlögreglunnar. Og þar með var martröðin liðin hjá. Brátt voru morðingjamir undir lás og slá.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.