Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 3

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 3
ÞJÓÐI TÍMARIT SJÁLFSTÆÐISMANNA 3. árg. Reykjavík, 1940. 2.-3. liefti Óvenjulegur fullveldisdagur. 1. desember hefir siðan 1918 ver- ið kallaður fullvcldisdagur, vegna þess, að þá fengu Islendingar full- veldi sitt viðurkennt af Dönum. Alla stund síðan hefir islenzka þjóð- in haldið hátiðlegan þennan dag. Þá hafa menn gert hvorttveggja i senn: Rifjað upp sögu liðinna ára og horft til framtíðarinnar. Menn hafa sýnt fram á, að aukið frelsi hefir orðið þjóðinni til góðs, enda hefir saga hennar um aldir fært ótvíræðar sönnur á það, að hver fjötur, sem af lienni var höggvinn, þýddi nýtt framfaraspor. En menn hafa einnig, með ókomna tímann í huga, strengt þess heilög heit, að stíga sporið til fulls i sjálfstæðis- málunum, með því að beita upp- sagnarheimild samhandslaganna og taka öll mál þjóðarinnar í hendur hennar sjálfrar, strax eftir 1943. Nú í ár var viðhorfið breylt frá því, sem áður var, á fullveldisdag- inn, vegna tveggja atburða. Annars vegar var 10. apríl, þegar Island tók í sínar hendur meðferð konungs- valds, utanríkismála og landhelgis- gæzlu, og landið fékk þannig, „að svo stöddu", öll forráð sinna mála. Hinsvegar var hernám landsins, ein- um mánuði síðar, 10. maí, þegar ráðizt var af brezka heimsveldinu á sjálfstæði vort og hlutleysi. Fyrir þessar breyttu aðstæður vildu sumir menn, — og fluttu jafn- vel þá skoðun í blöðunum, — láta öll hátíðahöld til minningar um fullveld- isdaginn niður falla i iár. Sambands- lögin væru úr sögunni og þar með ástæðulaust að nota daginn til að tönnlast á uppsögn þeirra. Og full- veldi ættu menn ekki að nefna á nafn, meðan vér værum ósjálfstæð- ir og ósjálfbjarga í hers höndúm. En þessi hugsunarháttur er regin- villa og háskasamlegasti misskiln- ingur, enda var ekkert mark á hon- um tekið af landsmönnum. Full- veldisviðurkenningin frá 1. des. 1918, sem vér höfðum svo langa hríð barizt fyrir að fá, stendur al- veg óhögguð, og vér eigum að minn- ast þess stóra sigurs engu síður nú en áður. Dansk-íslenzku sambands- lögin eru heldur ekki af sjálfu sér fallin úr gildi; vér höfum að visu tekizt sjálfir á hendur að fara með utanrikismál og strandgæzlu að svo stöddu, en jafnréttisákvæði sam-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.