Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Side 4

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Side 4
58 hJÓÐlN bandslaganna, seni verið hefir oss íslendingum hvað sárastur þyrnir í augum, stendur enn við lýði og mun framfylgt. Nú þurf- um vér því ekki síður en áður að krefjast uppsagnar sambandslag- anna, sem nú er vafalaust heimil, J)ar sem Dönum befir orðið ómögu- legt að uppfylla meginhlutann af skuldbindingum símun samkvæmt þeim. Kröfuna um lýðveldi á ís- landi, sem úngir Sjálfstæðismenn tóku l'yrstir upp á stefnuskrá sína, eigum vér líka að bafa uppi. Is- land er enn konungsríki, a. m. k. að formi til. Vér þurfuni að ihuga og undirbúa, hvernig i>ezt verði bagað meðferð hins æðsta valds á íslandi, þegar konungdómur hefir formlega verið afnuminn. Það voru því nú í ár allar hinar sömu ástæður og áður, til að’fagna fullveldisdeginum 1. desember. En J)að voru jafnvel miklu frek- ari ástæður nú en t'yrr. ís- land er i liers höndum síðan 10. mai. í landinu cr setulið, sem telur lugi þúsunda brezkra karhnanna, það er erfitt að koma tölu á ])á. Aldrei befir svo mikill mannsafnaður af útlenzku kyni setið þaulsetu í landi voru. Er af því ljóst, Iiversu geigvænleg- ur liáski er búinn þjóðerni voru. Of nánar samvistir við seluliðið leiða óhjákvæmilega af sér stór- bæltu fvrir tungu vora, siðu og menningu, en þessi eru grundvallar- atriði íslenzks þjóðernis. Aldrei var ])ví meiri nauðsyn en nú, að á degi fullveldis, sjálfstæðis og þjóðernis vors væri sérstaklega brýnt fyrir ís- lenzku fólki gildi þjóðernis og sjálf- stæðis, stappað í menn stáli um að livika livergi frá þessum bornstein- um íslenzkrar þjóðar, og loftvarna- merki gefin til varúðar gegn binni yfirvofandi hættu. Hættan er ekki liðin hjá. Hætt- an og hætturnar eru og munu allt- af verða á vegi íslenzks þjóðernis og sjálfstæðis,en misjafnlega nálæg- ar og misjafnlega geigvænlegar. Fyrir því þurfum vér alltaf að vera á verði, jafnt aðra daga ársins sem 1. desember. Það var ástæða til að halda liá- tiðlegan 1. desember í ár. Og það var margfalt meiri ástæða en áður. Það var líka gert, vel og virðulega, fvrst og fremst fyrir forgöngu ís- lenzkra háskólastúdenta. 1. des. i ár varð að vísu óvenjulegur full- veldisdagur, en um leið þýðingar- mesti fullveldisdagur, sem haldinn hefir verið til verndar og sigurs fvr- ir islenzkt þjóðerni og sjálfstæði.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.