Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 5

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 5
I> J O Ð I N 59 Bjarni Bjarnason læknir: Pétur Jónsson óperusöngvari og íslenzk söngmenning. Það skeður ekki oft, að íslenzkir listamenn komi, sjái og sigri. Okkur. verður það eftirminnilegt, þegar þessir menn koma fram á sjónar- sviðið og þegar tímamót eru í Iífi þeirra. Ég rakst fyrir skönimu á dag- blað, þar sem minnzt er á 75 ára afmæli Einars Benediktssonar. Þar stóðu meðal annars þessi orð: „Um áratugi stóð af honum æfintýra- ljómi, og þjóðsögur mynduðust um þenna glæsilega afburðamann .... meðan hann leitaði sér fjár og frægð- ar í fjarlægum löndum." Svo einkennilega vildi til, að ein- mitt um sama leyti og Einar Bene- diktsson varð 75 ára, voru einnig merkileg timamót í lífi annars lista- manns okkar, sem lika á sinn æfin- lýraljóma og þjóðsögur mynduðusl um, líkt og Einar Benediktsson. Og hann bar merkið svo hátt, að ljómi stóð af um alla Mið-Evrópu. Fyrir rúmum 25 árum stóð.Pclur Jónsson á leiksviðinu í Kielar-óper- unni og söng fyrsta stóra óperublul- verk sitt. Hann sigraði svo rækilega, að í 18 ár naut liann aðdáunar þýzku þjóðarinnar i ríkum mæli . Ég var staddur í Leipzig fyrir 3Ví> ári. Þar hitti ég hljómsveitarstjóra, sem um eitt skeið hafði starfað við sama leikhús og Pétur Jónsson. Hann dáðist mjög að Pétri og hans „stórkostlegu list", eins og hann komst að orði, og spurði mig spjör- unum úr um hagi hans. Ég sagði honum allt af lctta, og hann varð Pétur Jónsson i óperunni „Troubadour" eftir Verdi.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.