Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Síða 5

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Síða 5
1- J O f) I N 59 Bjarni Bjarnason læknir: Pétur Jónsson óperusöngvari og íslenzk söngmenning. Það skeður ekki oft, að íslenzkir listamenn komi, sjái og sigri. Okkur verður það eftirminnilegt, þegar jiessir menn koma fram á sjónar- sviðið og þegar tímamót eru í lífi þeirra. Ég rakst fyrir skömmu á dag- blað, þar sem minnzt er á 75 ára afmæli Einars Benediktssonar. Þár stöðu meðal annars þessi orð: „Um áratugi stóð af honum æfintýra- Ijómi, og þjóðsögur mynduðust um j)enna glæsilega afburðamann .... meðan hann leitaði sér fjár og frægð- ar í fjarlægum löndum.“ Svo einkennilega vildi til, að ein- mitt um sama leyti og Einar Bene- diktsson varð 75 ára, voru eiunig merkileg tímamót i lífi annars lista- manns okkar, sem lika á sinn æfin- týraljóma og jjjóðsögur mynduðust um, líkt og Einar Benediktsson. Og Iiann bar merkið svo hátt, að Ijómi stóð af um alla Mið-Evrópu. Fyrir rúmum 25 áruin stóð Pétur Jónsson á leiksviðinu í Kielár-óper- unni og söng fyrsta slóra óperuhlut- verk sitt. Hann sigraði svo rækilega, að í 18 ár naut liann aðdáunar þýzku jjjóðarinnar í ríkum mæli . Ég var staddur í Leipzig fyrir 3x/2 ári. Þar hitti ég hljómsveitarstjóra, sem um eitt skeið hafði starfað við sama leikhús og Pétur Jónsson. Hann dáðist mjög að Pétri og hans „stórkostlegu list“, eins og liann komst að orði, og spurði mig spjör- unum úr um hagi hans. Ég sagði honum allt af létta, og hann varð Pétur Jónsson í óperunni „Troubadour“ eftir Verdi.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.