Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 6

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 6
I> J Ó Ð I N GO sem steini lostinn yfir því, að hann, sem var gæddur svo óvanalegri rödd og afburða draniatískum hæfileik- um, skyldi þurfa að vinna fyrir sér við skrifstofustörf á Islandi. Hann gat þess, að ýmsir ágætustu söngv- arar Þýzkalands hefðu gert sér ferð- ir til að hlusta á hann og læra af hon- um, og ennfremur, að liann hefði fengið tilboð um að gerast samkenn- ari einhvers þekktasta tal- og söng- kennara Þýzkalands. Lá ekki nær, að slíkur maður kenndi íslendingum að syngja? En þá munu menn spyrja: Hvers- vegna var Pétur þá ekki kyr í Þýzka- landi og tók þessu fágæta boði? Svarið er: Tímarnir breyttust þar sem annarsstaðar, skilyrðin fyrir ])ví, að útlendingar mætti stunda þar atvinnu, urðu æ strangari. Þess- vegna hefði Pétur orðið að gerast þýzkur ríkisborgari, til þess að mega stunda þessa atvinnugrein, en það vildi liann ekki. Til þess var lianii ættlandi sínu of trúr. Hann kaus þvi heldur að snúa heim og lifa við lítil kjör, en að afsala sér sínum helgasta rétti, þótl hann þar með æfilangt gæti tryggt sér gull og græna skóga í mesta músiklandi Evrópu, sem uppeldisfræðingur i söng, þegar hann hafði lokið störfum á leiksvið- um Þýzkalands. Siðasta spurning liljómsveitarstjórans var á þá leið, hvort við hefðum efni á að láta mann, með jafn dýrmæta þekkingu og frábæra reynslu sem, Pétur Jóns- son sitja við að færa inn í verzlunar- bækur. Mér varð fátt um svör, vildi ekki básúna skilningsleysi okkar út yfir þennan erlenda ljstamann. Slíkt skilja heldur ekki neinir nema þeir, sem skilja okkur og vita, hve frá- munalega lágt við stöndum í því að skilja, hvers virði rétt meðferð á söngröddum er, til þess að þær m,egi fegrast, endast og njóta sin. Ég get ekki stillt mig um að fara nokkrum orðum um það mál. Það hefir löngum hljómað hér hjó fólki, sem hefir heyrt laglegar náttúruraddir: „Blessaður láttu nú ekki eyðileggja í þér röddina með því að fara að læra söng.“ Þannig eru skoðanir margra enn þann dag í dag. Hér lifa vfirleitt hinar fáránleg- ustu skoðanir um söngkennslu og raddmeðferð, bæði meðal almenn- • ’ ings, og það sem verra er, meðal ýmissa þeirra, sem, við söngkennslu fást. Margir halda, að þeir geti lært söng, sér til gagns, á fáum vikuni eða mánuðum, og búast við breyt- ingurn til batnaðar eftir nokkra tíma. Vilji söiigkennarinn láta þá syiigja æfingar eingöngu, brestur venjulega þolinmæðin von bráðar. Bjuggust við að geta þanið sig á sönglögum þegar i stað, eða jafnvel aríum og heilum óperublutverkum. Menn þessir hverfa venjulega frá söngkennaranum þegjandiog hljóða- laust eftir skamma stund. Eiga lield- ur ekkert erindi út á söngbrautina, bversu góð sem rödd þeirra lcann að vera. Enn eru menn hér heima og ekki fáir,sem aldrei finnasöngkenn- ara við sitt liæfi, vegna þess, að þeir halda, að söngnámið felist í því, að stæla söng meistarans og verða eft-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.