Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 7

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 7
Þ J O Ð I N 61 irlíking af honum. Svo langt getur hin lieilaga einfeldni náð. Hver einasta mannsrödd hefir sinn sérstaka persónuleika og sjálfstæða blæ, aldrei eins hjá neinum tveini mönnum. Allir góðir söngkennarar gæta þess fyrst og fremst, að láta röddina halda séreinkennum sínum, en leitast við aö fegra þau, þroska og fullkomna, um leið og þeir leggja röddina þannig, að söngvarinn syngi sér sem léttast, ofþreyti sig ekki og eyðileggi sig þannig á skömmum tíma. Þá hverfa enn aðrir frá söng- kennurunum vegna þess, að þeim finnst röddin í sér minnka og missa þann hljóm og þrótt, sem hún hafði áður, meðan þeir sungu með sínu eigin nefi. Enn er hér venjulega um skilnings- og þekkingarleysi nem- andans að ræða. Orsökin til þessara breytinga er eðlilega sú, að söng- neminn verður algjörlega ósönghæf- ur meðan verið er að flytja rödd lians úr gamla grýtta og ljóla far- veginum yfir í hinn beina og bjarta, til þess að hún geti flotið fram í f ögr- um, jöfnum straumi, með margföld- um þrótti og fegurð. Vitanlega geta menn ekki lært söng á örfáum vikum eða mánuð- um. Hætti þeir við svo búið, verður námið venjulega til bölvunar vegna þess, að þeir misskilja og rangfæra það, sem þeim hefir verið kennt og hafa eðlilega ekkert vald yfir þvi. Margir þeirra venja sig á allskonar fáránlegar kúnstir, grettur og stell- ingar, sem venjulega hafa það í för með sér, ' að röddin klemmist og kyrkist æ meir og meir, eða verður flá og flöt. Siðan er söngkennaran- Pétur Jónsson i óperunni „Ernani". um gefin sök á eyðileggingunni. Slíka dóma fá allir söngkennarar meira og minna allsstaðar. Oft hafa þeir við rök að styðjast, því í þessari grein eru fúskarar eins og mý á mykjuskán, hvar sem farið er, og á hinn bóginn sjúkleg ástríða nemandans til þess að afsaka sjálfan sig, vanmátt sinn og ístöðuleysi með þvi að skella skuldinni á kennarann, um leið og hann hypjar sig frá hon- um. Þessir menn syngja svo áfram upp á eigin spýtur, ganga jafnvel í kóra, klemma sig þar og pína. Halda sig hafa lært grundvallaratriði söng-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.