Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 11

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 11
Þ J O Ð 1 N 65 Þó að sérreglur um skatlgreiðslu útgerðarinnar, séu þannig ekkert einsdæmi, hefir hins vegar brugðið svo við, að út af þeim hefir verið gerður sérstakur úlfaþytur. Og jafnvel virðist alveg sérstaklega lagt á það nokkuð furðanlegt kapp, af liálfu sumra, að reyna nú að gera þetta mál endilega flokkspólitískt. Virðist þó ekki neitt benda til, að svo þurfi í rauninni að vera, enda áttu allir flokkar, nema kommún- istar, sameiginlega hlutdeild að setn- ingu laganna. — Verður hér á eft- ir vikið að nokkrum atriðum, sem ástæða þykir til að rifja upp í sami- handi við það umtal, sem orðið er um útgerðina og skattamálin. Er það gert með það fyrir augum, að gera mönnum hægara um vik að átta sig á raunhæfu eðli málsins og þá afstöðu hinna pólitísku flokka, að svo miklu leyti, sem um slikt er að ræða. 1. gr. „Á árunum 1938—1942, að báðum árum meðtöldum, er útgerðarfyrirtækjum is- lenzkra botnvörpuskipa heimilt að draga frá skattskyldum tekjum sínum tap, sem orðið hefir á rekstri þeirra eftir 1. jan. 1931, unz tapið er að fullu greitt. Á sama tíma er ofangreindum fyrir- tækjum heimilt að draga frá skattskyld- uni tekjum sínum 90% af þeirri fjárhæð, sem þau leggja í varasjóö af árstekjum sinum. Ef nokkur fjárhæð úr varasjóði er sið- ar notuð til úthlutunar til hluthafa eða varið til annars en að mæta hreinum rekstrarhalla fyrirtækisins eða stofnkosln- aði þess, telst sú fjárhæð til skattskyldra tekna þess á þvi ári. Ákvæði greinar þessarar ná einnig til íslenzkra útgerðarfyrirtækja línuskipa og vélbáta á árunum 1939—1942." 2. gr. „Bæjarstjórnum og sveitarstjórnum er heimilt að undanþiggja sömu fyrirtæki út- svari á sama tíma. Verði heimild þessi ekki notuð, má þó ekki leggja hærra út- svar á útgerðarfyrirtæki botnvörpuskipa en sömu fyrirtæki báru árið 1938." I. „Skattfrelsið". Sérreglurnar um . skattgreiðslur útgerðarinnar voru fyrst samþ. á Alþingi 1938 og náðu þá aðeins til botnvörpuskipa-útgerðar, en var síðar breytt þannig, að frá 1939 ná þær til útgerðarinnar almennt. Um þessar sérreglur er nú almennt tal- að sem skattfrelsi. Með því er hins vega meira sagt en tilefni er til og er því rétt að vikja fyrst að efni reglnanna. Verð- ur þá greinilegast að tilfæra þau á- kvæði sjálfra laganna, sem máli ski|jta, en það eru aðeins 3 grein- ar svohljóðandi: 3. gr. „ívilnanir þær, sem fólgnar eru í 1. og 2. gr., eru bundnar eftirfarandi skil- yrðum: a. Að fullnægjandi grein hafi verið gerð fyrir tapinu á framtali til tekju- og eignarskatts fyrir það eða þau ár, sem tapið varð. b. Að eigi sé úthlutað arði til hluthafa eða félagsmanna á meðan tapið er eigi að fullu jafnað, né hluthöfum ívilnað á annan beinan eða óbeinan hátt, svo sem með hækkuðum kaupgreiðslum eða auknum hlunnindum. Ennfremur er fjármálaráðherra heimilt að setja svip- aðar takmarkanir þegar um einkafyr- irtæki er að ræða. c. Að því leyti, sem tapið eða þær skuld- ir, sem mynduðust þess vegna, hefir verið gefið eftir fyrir ráðstöfun þess

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.