Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Page 12

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Page 12
Þ J Ó Ð I N (5G opinbera, kemur framangrein ivilnun eigi til 'greina, sbr. lög nr. 9, 6. jan. 1938.“ í þessum ákvæÖum felast aðal- lega þrjár lieimildir: 1. Heimild til þess aö draga skuld- ir, sem safnast liafa síðan 1931 frá skattskyldum tekjum. 2. Heimild til þess að draga 90% af því, sem lagt er í varasjóð frá skattskyldum tekjum. 3. Heimild til þess að undanþiggja útgerðarfyrirtæki almennt út- svari, og fyrir hotnvörpuskipa- eigendur sérstaklega að þurfa ekki að greiða hærra útsvar en 1938, ef hin almenna heimild er ekki notuð. Um fvrstu heimildina má segja, að hún sé eins konar óeiginleg kreppuhjálp. Önnur heimildin mið- ar að þvi að tryggja rekstur útgerð- arinna. Sé um skuldlaus útgerðarfyrir- tœki að ræða og fé, sem ekki er lagt í varasjóð, er ekki um neina skattaívilnun að ræða. Þetta er „skattfrelsið“. Um þriðju heimildina má getp þcss sérslaklega, þar sem það virð- ist sumstaðar hafa valdið misskiln- ingi varðandi litgerðina í Reykjavík og Hafnarfirði, að á fvrri staðnum var heimildin ekki notuð i ár og útsvörum jafnað niður á útgerðina, en á síðari staðnum ekki. Þar af leiðir siðara samkomulag, sem orð- ið hefir, milli útgerðarmanna i Hafnarfirði og bæjarstjórnar þar, að þeir gréiddu af frjálsum vilja ákveðna upphæð til bæjarins. II. Orsakir. Því er nú lokið að greina inni- hald laganna um hið svokallaða „skattfrelsi". Þykir þá rétt að víkja nokkuð að orsökum þess, að Alþingi skyldi þvkja ástæða til 1938 að veita út- gerðinni umgetnar ívilnanir með tilliti lil skattgreiðslu. Þær eru i fáum orðum sagt gif- urlegur taprekstur útgerðarinnar mörg undanfarandi ár og yfirvof- andi lirun. Rannsókn á hag togara- útgerðarinnar, sem framkvæmd var af þingnefnd milli þinga ’38 og ’39 staðfesti þetta fullkomlega og komsl að þeirri niðurstöðu, að skuldir tog- araútgerðarinnar umfram . eignir næmu miklum fjárhæðum. Var al- mennt augljós þjóðarnauðsyn þess. að útgerðin gæti aftur rétt sig við og gengið arðvænlega. Á undangengnum árum hafði ver- ið samþ. löggjöf um fjárframlög til kreppulijálpar fyrir bændur, vél- háta- og línuskipaútgerð, hæjar- og sveitarsjóði, alls um 15 milljónir króna. Ilins vegar liafði togaraút- gerðin ein stöðugt verið svipt öllu tilkalli til kreppuhjálpar. Að vísu höfðu þær ráðstafanir verið gerðar að létta af tolli á salti, kolum og olíu árið 1938, en engu að síður þurfti vist ekki að lelja neina of- rausn, eins og á stóð, að gefa lil- gerðinni von i minni skattþunga, ef batnaði í ári. En hverjar voru ]iá orsakir hinn- ar lélegu efnahagsafkomu útgerðar- innar? Má með sanni segja, að í raun og veru skipti mestu máli að

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.