Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 13

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 13
1> J Ó Ð I N 67 ráða þar í það rétta og sanna, eft- ir því, sem framast má verða. Má að vísu ráðgera, að mönnum kunni alltaf að sýnást nokkuð sitt hvað um þá hluti. En svo veigamik- il rök í þessum efnum komu fram í áliti skipulagsnefndar atvinnu- mála frá árunum 1934—36, að það skal látið nægja að tilfæra þau ein. Svo sem kunnugt er var skipulags- nefndin skipuð eintómum socialist- um og Framsóknarmönnum, og því engrar linkinndar eða vilhelli í garð útvegsins úr þeirri átt að vænta. Um aðstöðu og afkomu sjáv- arútvegsins á þeim árum segir í á- liti þessarar nefndar: „Auðvitað á þjóðin að gera þá kröfu til sjávarútvegsins, að hann sé rekinn á tímabæran hátt og hafi góða og arðgæfa vöru að hjóða, og því hlýtur líka að vera Ijúft að styrkja hann til slíks. En sjávarút- vegurinn á jafnframt þá kröfu á þjóðfélagið, að það gæti þess, að leggja ekki þær byrðar á hann með þungum sköttum og óhæfilegri verð- skráningu peninga, að jafnvel vel rekinn sjávarútvegur geti ekki bor- ið sig. Þegar verð útflutningsvöru þjóð- arinnar féll úr 78—80 millj. kr., eins og það var 1928 og 1929, ofan í ca. 50 millj. króna, eins og það hefir verið siðan 1931, án þess að telj- andi breyting yrði á launum eða kaupgreiðslu, var öll tekjurýrnun þjóðarinnar látin falla á herðar þeirra, er framleiddu vörur til út- flutnings. En útflutningsvaran var og er að- allega sjávarafurðir (allt að 90%) og féll því tekjurýrnun þjóðarinnar aðallega á herðar þeirra, er lifðu af sjávarútvegi. Þetta var í fyrstu í þeirri trú gert — að svo miklu leyti, sem menn skyldu það — að sjávarútvegurinn hefði breiðast bak- ið og hjól viðskiptanna mundi snú- ast fljótlega aftur honum í hag. En það hefir ekki enn orðið og getur sjávarútvegurinn ekki þolað það lengur. Ef ekki verður breyting á vöru- verði sjávarútveginum i hag fyrir aðvífandi orsakir, verður að kalla þá breytingu fram með þjóðfélags- legum aðgerðum, hvort sem menn vilja til þess velja breytingu (lækk- un) á kaupgjaldi, breytingu á verð- skráningu peninga, það að fella nið- ur öll opinber gjöld, sem á útgerð- inni hvíla, en veita henni útflutn- ingsverðlaun eða enn önnur ráð. Menna verða að muna, að þrátl fyrir það ástand, sem nú er í út- gerðarmálunum, er sjávarútvegur- inn sú undirstaða, sem öll fjárhags- leg afkoma þjóðarinnar hvilir að mjög miklu leyti á. Og ef sjávarút- vegurinn nýtur fullkomlega fjár- hagslegs jafnréttis við aðra atvinnu- vegi þjóðarinnar, getur hann vissu- lega staðið þeim jafnfætis."*) Alveg sömu meginrök og hér koma fram, vaka fyrir fyrverandi fjármálaráðherra, Eysteini Jónssyni, í umræðum um gengismálið á Al- þingi 1939, þegar því var slegið fram, að gengislækkunin væri stuld- ur af launum landsmanna, og ráð- *) Skipulagsnefnd atvinnumála. Álit og tillögur, bls. 498.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.