Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 17

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 17
I> J O Ð I N 71 má sjálft um allt túnið í sumar, og mátti ekki þykkra vera sumstaðar, til þess að hægt væri að þurka það." „Þeð kemur ekki málinu við," sagði Sigmundur. „Það er auðvitað hægt að fá alla jörð til að spretta, með því að kakka nógu miklum á- burði á hana, en væri ekki hetra, að nota sama áburð á stærri blett, sem ekki yrði fyrir átroðningi? Það væri hagfræði, sem að baldi kæmi, strax." „Ég hefi nú ekki nema dyttað að gamla bænum," sagði Einar, „og það liefir ekki orðið mér mjög kostn- aðarsamt. Grjótið og moldin hafa ekki kostað annað en mín eigin handtök, eða lítið meira, þegar þelta er gert smátt og smátt." „Þarna kemur misskilningurinn ykkar bændanna strax fram," sagði Sigmundur. „Jú, það hefir kostað þig miklu meira. Það liefir kostað þig mörg ár af æfi þinni, þú ert orðinn þreyttur maður og slitinn, á hezta aldri, af þessu basli með torf og grjót, sem svo grotnar sundur og hrynur í rústir um það leyti, sem þú ert orðinn svo lamaður af gigt og ofþreytu, að þú hefir engin ráð með að bæta úr því. Þetta búskap- arlag og byggingarlag ykkar er úr- elt, það tilheyrir gömlum kúgunar- og vansæmdartímum. Það verðið þið að sjá, þið bjargálna bændur og bústólpar." Aftur sló Sigmundur í borðið svo að glumdi í. — „En ég hefi engin efni haft á því, að hafa það öðru visi," sagði Einar. „Engin efni," sagði Sigmundur og leit undrandi á Einar, liann leit jafnvel á mig, unglinginn, sem sat hugfanginn og horfði á hinn stóra mann. „Víst hefurðu efni, maður. Þú hefðir efni á því að byrja nú þcgar í haust á því, að koma þér upp góðum bæ, koma skipulagi á þennan dæmalausa óskapnað í kring um þig. Athugaðu nú sjálfur, hvernig það er. Bærinn, kaldur, ó- þægilegur og lélegur, í miðju túni, hálft túnið troðið niður af óþarfa umferð manna og skepna. Spölur frá bænum að fjósinu. Fjárhúsin sín í hvorum enda túnsins, og nú sýndist mér ekki betur, en að þú værir að byrja að byggja hesthús- kofann uppi á einum staðnum enn, þarna efst í túnröndinni. Hvaða meining er nú í þessu, bóndi sæll?" „Það er 'nú þetta með áburðinn," sagði Einar, og mér virtist ekki laust við að einhver þráa-keimur væri kominn í röddina, „mér hefir fund- izt þægilegra að koma honum á tún- ið, með því að hafa peningshúsin dreifð. Annars veit ég ekki, hvernig þú getur dæmt um það, hvort ég hafi efni á að hafa það öðruvisi." „Ég veit það," sagði Sigmundur með áherzlu, „að þú ekki einungis hefir efni á því, heldur lika hitt, að þú hefir ekki efni á að hafa það svona. Þú getur auðveldlega fengið lán og komið þér upp lag- legum bæ, með útihúsum og öllu, — hérna yzt í túnjaðrinum. Svo get- ur þú sléttað yfir gömlu bæjarrúst- irnar, fjárhúsrústirnar og götu- skorninganna. Þú færð stóran jarða- bótastyrk til þess. Þú kaupir þér verkfæri og færð verkfærakaupa- styrk til þess. Þú byggir safnþró og

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.