Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 19

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 19
Þ J Ó Ð I N 73 Iiafa verið notaðar upp á síðkastið lijá ófriðarþjóðunum, — Rússum i Finnlands-styrjöldinni og þó eink- um Þjóðverjum, þegar þeir t. d. her- tókju Holland og Belgíu: heilum sveitum alvopnaðra liermanna, og það jafnvel með farartæki, er lálið rigna ofan úr loftinu í fallhlífum, fyrir aftan víglinurnar. Og nú er búizt við því, að þetta verði gerl í enn stærri stíl, ef af því verður, að Þjóðverjar komi Iier á Iand á Bret- landseyjum. Enginn getur um það sagt, hve- nær fyrst vaí bvrjað að gera „Ioft- stökk“ með fallhlífum. Menn hafa gerl það fyrr og síðar sér til gam- ans, — húið sér lil ákaflega ein- faldar fallhlífar og stokkið í þeim fram af húsaþökum og klettum, — svífandi síðan til jarðar „í róleg- heitum“. Eg lieyrði t. d .sögu af því, i Kaupmannahöfn, að maður nokk- ur hefði ætlað að skemta sér á þenn- an hátt þar í borg, fvrir röskum mannsaldri síðan. Hafði hann far- ið upp í Sívalaturn með regnhlíf, spennt hana upp og kastað sér fram al' turnþakinu! Ekki þarf að því að spyrja, hvernig fór fyrir h'onum. En með fallhlífunum eru gerðar fyrstu tilraunirnar til þess að svífa í loftinu, — það er því raunveru- lega bvrjunarstig fluglistarinnar. Þegar menn svo komust upp á það, að hefja sig í loft upp i loft- belgjum, kom fvrst að því, að gagn vrði að fallhlífunum. Þá fundu menn upp á því, að hafa fallhlífar með sér í slíkar loftfarir, lil þess að hjarga sér, ef illa tækisl til um lofthelginn. Þreifuðu menn sig á- fram um gerð og útbúnað á þessu tæki, þar til fundið var það, sem mönnum þótti vel nothæft. Og er gerð fallhlífanna, sem nú eru not- aðar, hyggð á þeirri reynslu, sem j)á fékkst. Aðahmmurinn á þeim fallhlífum, sem nú eru notaðar og þeim, sem notaðar voru í sambandi við loftbelgina, er sá, að nú er fall- hlifin spennt á. flugmanninn mjög tryggilega og haganlega, en áður fyrr var karfa fest neðan í fallhlíf- ina, með mörgum strengjum, ogþeg- ar óhapp bar að höndum í loftsigl- ingu, lét loftfarinn þessa litlu körfu úthyrðis, mjakaði sér upp i hana og lét svo skeika að sköpuðu. Og þó að „loftstökk“ í fallhlífum, eins og þær eru nú orðnar vandaðar að frágangi, virðist vera allglæfraleg íþrótt, þá mun hitl þó hafa verið enn glæfralegra, og ekki hvað sizl mun j)að hafa reynt á taugarnar, j)egar verið var að búa sig undir „svifflugið“ og losna frá loftbelgs- körfunni. Síðan flugvélarnar komu til sög- unnar, hafa fallhlífarnar reynzt mjög j)arft björgunartæki og marg- ur flugmaðurinn bjargað lífi sínu í fallblíf. Fallhlífarnar svara þann- ig lil björgunarbáta hafskípanna. Og nú er svo fallhlífin orðin þýð- ingarmikið hernaðartæki. En auðvitað hefir fallhlífar-„svif- flug“ líka verið iðkað sem íþrótt. Og menn hafa svo farið að keppa hver við annan í þvi að kasta sé.r úr sem mestri hæð — auðvitað! Metið var komið upp í 11.560 metra, áður en lil fallhlífa-afreka kom í styrjöldinni.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.