Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 20

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 20
74 Þ J Ó Ð I N „Eg hrapaði fyrst í þrjár mín- útur — datt eins og steinn. Eg var með fallhlíf á bakinu og aðra á brjóstinu, en báðar samanvafðar. Eg hafði stokkið út úr flugvclinni þegar hún var i hér um bil 11.560 m. hæð. Jörðin nálgaðist með 200 km. hraða á klst. En svo sagði eg við sjálfan mig: Jæja, nú vil eg ekki meira af þessu i þetta sinn! kippi annari hendinni ofurlitið til. Hvítur dúkur breiðir úr sér ylfir höfði mér, eins og risablóm.-------" Þetta er haft eftir Niland, hinum frakkneska fallhlífar-garpi og met- liafa, þegar hann lenti. Niland hafði búið sig undir þessa þrekraun í marga mánuði — fyrst i loftþéttum klefa, þar sem loftþrýst- ingurinn var látinn breytast á sama hátt og verður, þegar flogið er upp í háloftin, — loftið þynnt smám- saman og hitastigið lækkað, og sið- an öfugt. A þennan hátt eru þeir reyndir, sem ætla að gerast fallhlífa-her- menn, til þess að reyna það fyrir- fram, hverjir séu til þess hæfir. Þá eru og í þessum klefa áhöld, sem mæla ýmiskonar áhrif, sem loft- og hitabreytingarnar hafa á líkamann. Að þeirri „prófun" lokinni, spyr læknir manninn, sem verið er að reyna, nákvæmlega „spjörunum úr" um það, hvernig honuni hafi liðið „á leiðinni". Sé allt i lagi, er mað- urinn innritaður í fallhlífa-herinn og sendur út á flugvöll. Og þar byrja svo verklegar æfingar. Þessi Niland, sem fyrr var nefnd- ur, þótti hafa alveg sérstaklega góða „hæfileika", þegar hann var reynd- Ovænt árás á bak við víglínu óvinanna. Fallhlífarhermenn að lenda. ur þannig fyrst. Hann afréð því að spreyta sig á þessu frekar en al- mennt gerðist. Hann þjálfaði sig fyrst í klefanum, miklu meira en venja er til, og fór síðan að æfa „stökkin" úr flugvélum, og smá- liækka sig. Úr 7000 m. hæð lét liann sig falla og opnaði ekki fallhlífina fyrr en hann átti aðeins eftir 400 m. til jarðar. Hafði fallið þá tekið 1 niinúlu og 20 sekúndur. Úr 9000 m. hæð lét hann sig falla i 2 mín- útur. Og loks kom sá mikli dag- ur, þegar hann stökk úr 11.560 m. hæð. Auðvitað var hann ákaflega vel

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.