Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Side 22

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Side 22
76 I> JÓÐI N kveðnum erindum. Til þess að sveit- ir fallhlífarhermanna (eða einstak- lingar) komist inn yfir víglínur ó- vinanna, verður að fljúga hátt, eða að minnsta kosti í tvö þúsund metra hæð. En ef fallhlífarhermenn- irnir þá opnuðu fallhlifarnar um leið og þeir fleygðu sér út úr flug- vélunum, vrði fljótlega eftir þeim tekið, ekki sízt ef þeir væri marg- ir í lióp, og er þá hætt við að fæst- ir kæmust lifandi til jarðar, — þeir yrði strádrepnir á lciðinni. Og þó að það yrði ekki, ])á myndu þeir lenda dreift, þar sem fallhlífarnar myndi þá lirekja í ýmsar áttir, og sennilega koma niður langar leið- ir frá þeim stað, sem til var ætl- azt. En þegar fallhlífarnar eru ekki opnaðar fvrr en í seinuslu lög, er svo að segja hægt að hnitmiða það, hvar lent er. Þegar verið er að velja fallhlífa- hermenn, eru það læknarnir, sem fyrst og fremst ákveða um það, hverjir hæfir eru til þessarar „þjón- ustu“, og hverjir myndi ekki hafa líkamlegl þrek til þess. Ýmsir lækn- ar hafa því sjálfir revnt fallhlifa- stökk. Einn þeirra, ameríski lækn- irinn Harry Armstrong, l'leygði sér út í 8500 metra hæð og opnaði fall- hlífina á miðri leið niður. Lýsing hans á líðan sinni á leiðinni er stuttorð. „Áður en eg fleygði mér út: Ónotaleg kviðakennd. Um leið og eg losnaði frá flugvélinni: Al- gerð ró í öllum taugum, engin ónot, hugsun fullkomlega skýr. Lokaði augunum fyrst í stað og lét mér á sama standa, hvernig eg bvltist í loftinu. Þegar eg opnaði augun, varð eg þess var, að eg sncrist lát- laust i hring, eins og snarkringla, — hver umferð lók 2 sekúndur. Enginn svimi, ekki einu sinni ónot i kviðnum, sem menn fá í lyftum og á flugi. Lét mig falla í ellefu sekúndur áður en cg opnaði fall- hlífina.“ Það cr raunar sagt, að ekki sé það svo mjög komið undir likam- legu afhurðra-þreki, að vera fall- hlífar-hermaður, — að flestir mvndu ]>o!a það, að fleygja sér út úr 11 þús. metra liæð. En það er ekki öllum treystandi til þess, að hafa stillingu lil að opna ekki fall- hlífina fyrr, en komið er hæfilcga nálægt jörðu. En á líkamsþrekið reynir raunverulega fvrst, þegar fallhlifin o])nasf. Viðbrigðin verða svo snögg, — úr 70 m. hraða á sek- úndu, niður í 7 m. hraða, og hlýt- ur það að vera geysileg áreynsla, rétt sem snöggvast, en siðan leik- ur einn, að svifa það sem eftir er til jarðar. Um lendinguna er sagt, að liún sé ekki ægilegri en að stökkva niður á gólf ofan af horði. Tli. Á. 9

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.