Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 25

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 25
Þ J Ó Ð I N 79 hinum róttæku umrótsmönnum, á rætur að rekja til mismunandi lífs- skoðana. Varðveizlustefnan gerir ekki ráð fyrir neinu alfullkomnu þjóðskipulagi. Hún byggir á því, a'ð þjóðfélagslegar umbætur séu báðar verðleikum þegnanna. Hinir róttæku umrótsmenn balda bins vegar, að þegnarnir séu eins og efniviðurinn í höndum myndböggvarans og geli því ummótast svo, að þeir felli sig við þjóðskipulag, sem er fyrirfram bugsað og þvingað npp á þá. Hinn framfaragjarni varðveizlu- sinni er þess vegna enginn þjóðfé- lagslegur draumóramaður. Hann er þvert á móli sannfærður uiri,, að hverskyns fyrir fram. hugsað fyrir- myndar-þjóðskipulag (Utopia) ,* myndi leiða til skerðingar á rétt- mætu frelsi manna, þvingunar og barðstjórnar, ef það yrði að raun- veruleika. I þessu felst þó engin mótbára gegn því, að draumóramað- urinn kunni að stjórnast af göfug- um tilgangi, en það leiðir athyglina að þvi, að það nytsamlegasta við starfsemi draumóramannanna er þjóðfélagsgagnrýni þeirra. Þegar það, sem réttmætt kann að vera i gagnrýni þeirra, læsir sig inn í vit- und þegnanna, frjóvgast jarðvegur- iim fyrir þjóðfélagslegar umbætur. Hinar varðveizlukenndu mótbárur gegn gagnrýninni leiða til endurbóla á henni, og að svo miklu leyti sem * Hér notar höf. orðið „utopist", sem er dregið af orðinu Utopia, en það er heiti á bók eftir T. More, er kom út ár- ið 1516 og lýsir imyndaðri eyju, þar sem ríkir algjörlega fullkomið félagslegt og pólitískt skipulag. það verður nú ljóst, að það umrót, sem óskað er eftir, leiði til fram- þróunar, verða hinir sönnu varð- veizlusinnar þvi fylgjandi, og þeir munu stuðla að því, að umbæturnar komi til framkvæmda með tilhlýði- legri virðingu fyrir sögulegum for- sendum þjóðfélagsins og tilliti til persónulegrar og þjóðernislegrar menningar. Þegar varðveizlustefnan tekur for- ystuna í þjóðfélagsgagnrýninni er þeirri ásökun oft hreyft gegn henni, að hún vilji eða boði afturbald. En menn verða að gera sér Ijóst, að þjóðlífinu bættir oft til þess að sveigjast inn á hættulegar brautir, og þessa tilbneigingu er hægt að yf- irvinna með því að vitna til og gera sér grein fyrir þeirri sögu og reynslu, sem bezt hefir gefizt. Ákveðnasta andstæða varðveizlu- kenningarinnar er kenningin um það, að allir eigi áð vera jafnir. Þar sem jafnaðarkenninghi byggir á skoðun Rousseaus, að allir séu frá náttúrunnar bendi jafnir, lítur hinn öfgafulli jafnaðarmaður svo á, að fyrir því verði að sjá, að öllum líði jafnvel eða illa í þjóðfélaginu. Til sliks sjónarmiðs eiga rætur að rekja þessi orð eins sænsks stjórnmála- manns: „Menn bera fátæktina m.eð jafnaðargeði, ef bún er almenn, nær jafnt III allra". (Sælt er sameiginlegl skiþbrot!). En bvers virði er sú buggun, sem felst í binu sameigin- Icga skipbroti? Frá siðferðilegu sjónarmiði virðist bún ekki vera mikils virði. Og svo er raunar um jafnaðarkenninguna á fleiri sviðum. Hinum æstastá varðveizlusinna

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.