Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 26

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 26
80 1» J O Ð 1 N mundi altlrei geta koniiö til hugar að vilja fyrirskipa eða fastákveða raunverulegan ójöfnuð milli þegn- anna að ríkidæmi og fátækt, ham- ingju og óhamingju, völdum og valdaleysi. Til þess að gera svo brjál- aða hugsun að raunveruleika þyrfli einvalda, sem. skapaði þá harðstjórn, sem gerði lifið að plágu: hversdags- hfið mundi fléttað saman úr tor- tryggni, njósnum og allskyns af- skiptum og árásum. En þegar flestir socialdemokratar vilja skapa óbreýt- anlegan jöfnuð á niilli þegnanna, þá er slíkt heldur ekki hægt nema með strangásta Iögregluveldi, sem á hverj- uni tíma vakir yfir þjóðfélagsþegn- tiiunn, — ekki hægt nema með kerfi, sem grundvallast á frelsisskerðingu og undirokun einslaklinganna. Gefið tveim mönnum 100 krónur hvorum, og hvor um sig mun nola gjöfina á sinn hátt. Annar eyðir, hinn er sparsamur, og ósjálfrátt er eigna- nhsniunurinn orðinn til. Eða segjum svo, að háðir noti peningana til nauð- synlegra heimilisþarfa. Nú getur ver- ið, að kona annars sé færari í mat- reiðslu, og þá fær hennar maður auk- in gæði fram yfir hinn. Að fastákveða eða áskapa jöfnuðinn er jafn ómögu- legt og að fastákveða ójöfnuðinn. Hið síðara hefir engum dottið í hug. En milljónir manna hafa fyllst áhuga fyrir þvingunarkerfi jafnaðar- mennskunnar! Eins og samkeppnin í íþróttalífinu framkallar þá, sem eru heztu líkam- legu atgervi búnir og viljasterkastir, þannig verður einnig afburða dugn- aður og nýjar verðmætar hugsjónir að ryðja sér brailt í samkeppni fé- lagslífsins. Og þó virðurkennir varð- veizlustefnan ekki hið tillitslausa eð.i óháða frjálslyndi. Hinir sterkari í samkepninni verða að taka tillit til hinna veikari og þjóðfélagsins sjálfs. Kröfur einstaklinganna verða að samræmast hagsmunum þjóðfélags- ins. Og þjóðfélagið er ekki aðeins eign lifandi kynslóðar. Það tilheyrir einnig horfnum kynslóðum og kom- andi kynslóðum. Og þó að þær geti ekki látið til sín heyra í dag, þá verð- ur engu að siður að taka tillit til þeirra. í því felst m. a. hih eilífa bar- átta milli varðveizlukenningarinnar og umrótsaflanna. Það verður afdráttarlaust að við- urkenna, að meðal varðveizlusinn- anna sjálfra ríkir ýmiskonar festu- leysi, sem verður að hverfa, og meðal margra er að finna lítinn skilning á gildi varðveizlukenningai'innar fyrir þjóðlifið. Það væri mjög æskilegt, að fyrir hendi væri lifrænni og rótgrón- ari vitund um þá skyldu varðveizlu- kenningarinnar að viðhalda og hlúa að hinum fornu dyggðum og erfða- kenningum menningarinnar, efla skyldurækni, fórnarlund og gagn- kvæma hjálpfýsi og stuðla að aukn- um skilningi einstaklinganna á sam- eiginlegum hagsmunum heildarinn- ar.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.