Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 27

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 27
t> J Ó Ð I N 81 FYRIR OPNUM TJÖLDUM Tolla-raunir. Framsóknarmenn og socialistar komust til valda 1927 með því m. a. að geí'a fólkinu fvrirheit um lækk- un tollanna og algjört afnám tolla á nauðsynjavörum. í verki lita efndir þessara loforða þannig út: Árið 1927 námu innflatningsloll- ar alls um 10% af verðmagrii heild- arinnflutningsins. Síðan liala tollar hækkað gífur- lega, svo sem eftifarandi tölur sýna: Hundraðstala tollanna af verð- magni innflutnings: Ar 1932 .. .. 12,4% — 1933 .. .. 13,4% — 1934 .. .. 13,7% — 1935 .. .. 15,5% — 193fi .. . . 17,0% — 1937 .. . . 16,2% — 1938 .. .. 20,7% Þannig hafa tollarnir í valdatíð Framsóknarmanna og socialista tvöfaldast miðað við verðmagn inn- flutnings. Það hefir líka lækkað risið á þeim socialistunum á skemmtilega aumkvunarverðan liált. 1. Arið 1922 stendur í stefnuskrá Alþýðuflokksins: „Afnema skal lolla af nauðsynjavörum.“ 2. Árið 1934 stendur í fjögra ára áætlun socialista: „Að hreyta skatta og tollalöggjöfinni þann- ig, að tollum verði létt af nauð- synjum“. 3. Árið 1939 gera socialistar m. a. að skilyrði fyrir þátttöku sinni í þjóðstjórninni: „Að tollar á nauðsynjavörum vrðu ekki auknir. Fyrst skal afnema tollana af nauð- synjum. Síðan þvkir nægja að létta tollum af nauðsynjum. Og loks er svo látið þar við sitja að tollarnir séu ekki auknir“. Það hallar undan fæti! Að endingu mælti svo minna á vottorðið, sem Alþýðuhlaðið gaf Alþýðuflokknum og Framsókn- armönnum fyrir frammistöðuna í tollamálunum eftir 11 ára valda- feril. „Eru teljandi þær vöriir, sem ekki er hár tollur á og margar af brýnustu nauðsynjavörunum ern hátollaðar. En tollur á nauðsgnja- vörum er sá ranglátasti skattur, sem til er, þar sem hann hvílir tiltölu- lega þgngst á þeim, sem fátækast- ir eru og á þeim lieimilum, sem flest eru börnin og ómagarnir." (Alþýðublaðið fi. sept. 1938). Vitnisburður Jónasar. Síðastliðið haust skrifaði Jónas

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.