Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 28

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.08.1940, Blaðsíða 28
82 ÞJOÐ.IN Jónsson grein í Tímann: „Spurn- ingar og upphaf að svörum." í þess- ari grein gefur formaður Fram- sóknarflokksins vitnishurð um stjórnmálaþróunina liér á landi í stjórnartíð Framsóknarmanna og socialista. Þykir ástæða til, að sá vitnisburður gleymist ekki alveg, þar sem ekki er um ómerkari heim- ildarmann að ræða, en formann þess stjórnmálaflokks, sem mestu hefir ráðið á þessu tímabili. Vitnis- burður Jónasar er svohljóðandi: „Inri í pessa þróun hefir ormur alhliða styrkveitinga skriðið og nag- að stofninn .... Menn fá styrk til þess að eignast bdta, styrki til að byggja hús og rækta jörðina, styrki til að kaupa landbúnaðarvélar, sem eru látnar liggja undir klaka og snjó að vetrinum. Að lokum fá menn styrki fyrir að verða gamlir, fyrir geðveiki, kynsjúkdóma, brjóst- veiki, og i kaupstöðum fyrir að nota citthvað af meðulum ...." TIL LESENDA. Sú breyting hefir orðið á útgáfu- stjórn þessa tímarits, að á síðastliðnu sumri óskuðu tveir útgefendanna, Guðmundur Benediktsson og Krist- ján Guðlaugsson að ganga úr útgáf u- stjórninni, þar sem þeir gætu ekki sakir annríkis sinnt lengur þessu aukastarfi. Við undirritaðir erum þvi nú einir útgefendur ritsins. Viljum við hér með sérstaklega þakka þessum vinum okkar og samherjum, Guðmundi og Kristjáni, ágætt samstarf, og vitum að þeir munu eftir sem áður veita ritinu alla þá aðstoð, er þeir mega. Síðan í maí í vor hefir orðið hlé á útkomu tímaritsins. Olli því stórlega aukinn útgáfukostnaður, og auk þess varð pappír sá, er notaður hafði ver- ið, ófáanlegur, og til lengstu laga var heðið eftir, að úr þvi rættist. Er nú ráðin bót á þessum örðugleikum, og útgáfan hefst handa að nýju. Gunnar Thoroddsen. Skúli Jóhannsson. I'JOIHV TÍMARIT SJÁLFSTÆÐISMANNA. Útgefendur: Gunnar Thoroddsen, Skúli Jóhannsson. AfgreiÖsla: Hafnarstræti 21. Sími 4878. Prentaö í Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.