Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 9

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 9
I> J O fi I N 103 Axel Thorsteinson : Erlent fréttayfirlit. SÓKN BRETA í VESTUR- SANDAUÐNINNI í AFRÍKU. Þann 9. des. hófu Bretar sókn í Vestursandauðninni. Forleikurinn að sókninni byrjaði að visu fvrr, með margra vikna leynilegum und- irbúningi, og' smáárásum 7. og 8. des., en meginsóknin var hafin mánudaginn 9. des. að morgni. Fregnin um þessa sókn kom mönn- um mjög á óvart hvarvetna, því að likur bentu til, að Italir myndi verða fyrri til. Graziani marskálkur hafði safnað miklu liði og birgðum í Sidi Barrani í Egiptalandi, skammt frá landamærum Libvu, um þriggja mánaða skeið, lil undirbúnings sókn til Alexandríu og Súezskurðarins. I Bug Bug og Sollum, nokkuru vest- ar á ströndinni, liöfðu þeir og mikl- ar birgðir. Sókn Breta var prýðilega undirbúin, jafnvel að dómi ítalskra herforingja, sem handteknir voru, og gekk sóknin Bretum mjög að óskum. Sidi Barrani var tekin á há- degi miðvikudag 11. des., og tóku Uppdráttur af Afriku, eins og nýlenduskiptingin var þar fyrir heimsstyrjöldina 1914—18. Gömlu þýzku ný- lendurnar eru auðkenndar með svörtum, feitum strik- um.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.