Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 11

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 11
Þ J Ó Ð I N 105 Þjóðverjar myndu senda lið þetta til Norður-ltalíu, ef til byltingar kæmi í landinu. Það ber að sjálf- sögðu að gjalda varbuga við öllum. slíkum fregnum, en Iiitt er víst, að aðstaða Mussolini hefir veikzt vegna ósigranna, og er ófyrirsjáanlegt livaða afleiðingar þeir geta liaft á Ítalíu, þar sem farið er að hera þar á matvælaskorti, sem eykur mjög óánægjuna, sem fyrir var, en al- menningur á Ítalíu hefir aldrei orð- ið gripinn neinni styrjaldarhrifni í stríði því, sem nú er háð. Almenn- ingur mun hafa lagt trúnað á það i byrjun, að sigurinn yrði skjótur og auðunninn, en sú trú hefir far- ið dofnandi í seinni tið, og nú feng- ið rothöggið. ER VIÐHORF FRAKKA AÐ BREYTAST? Það þótti miklum tíðindum sæta, er Petain marskálkur losaði sig við Pierre Laval þ. 14. des. og tók Flan- din fyrrverandi forsætisráðherra i stjórnina í hans stað. VarLaval vara- forsætisráðherra Vichy-stjórnarinn- ar og utanríkisráðherra, og næstur Petain að völdum og virðingu. Laval vildi ganga sem lengst í samvinn- unni við Þjóðverja, en Laval, sem var óvinsæll fvrir, varð æ óvinsælli meðal þjóð-arinnar, og sagði Petain sjálfur í útvarpsræðu, sem hann flutti, að það hefði verið af innan- landsástæðum, sem Flandin var tek- inn í stað Lavals. Petain lýsti því jafnframt yfir, að af þessu leiddi ekki stefnuhreytingu gagnvart Þjóð- verjum, og „eg held áfram um stjórnvölirin,“ sagði hann. 1 Bret- landi var litið svo á, að það væri mjög athvglisvert, að þessi breyting skyldi vera gerð í það mund, er franska þjóðin var að öðlast nýjar vonir, vegna lirakfara ítala, nýjar vonir um, að Bretar myndi sigra og hlutskifti Frakka verða hetra, er styrjöldinni lýkur, en menn liafa þorað að gera sér vonir um undan- farna mánuði. Brezka útvarpið sagði frá því um leið og það birti fregnina um, að Flandin hefði tek- ið við af Laval, að það væri ekk- ert i lifi Flandins sem stjórnmála- manns, sem gæfi til kvnna hvort þessi breyting vrði til bóta eða ekki, en i næstu fréttatilkynningu var sagt, að Flandin væri engu vinsælli meðal þjóðarinnar en Laval. En J)að mun brátt koma í ljós, hvort Flandin verður -eins leiðitamur við Þjóðverja og Laval var. Bretar gcra þó ráð fvrir, að það hafi verið vegna Iiaturs frönsku þjóðarinnar á Laval, að Þjóðverjar komu því til leiðar, að Flandin tók við, en þeir hafa verið „seinheppnir“, þar sem „franska þjóðin hatar Flandin næsl- um því eins mikið og Laval.“ Ýmsar líkur henda til, að Frakk- ar reyni að draga á lánginn að fall- ast á frekari kröfur Þjóðverja, í von um að viðhorfið hrevtist, vegna frekari ósigra Itala. ié - TANGIER. Nú í desember tóku Spánverjar alla stjórn í sinar liendur á alþjóða- svæðinu í Tangier, Afríkumegin við Gihraltarsund. Sviftu þeir alþjóða- stjórnina öllu valdi og leystu upp al- þjóðalögregluna. Bretar mótmæltu

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.