Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 14

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 14
108 1» J Ó Ð I N [ fylkingarbrjósti. Jón Pálmason, þm. A.-Húnvetninga. Jón á Akri er fæddur á Ytri- Löngumýri í Svínavatnshreppi i Austur-Húnavatnssýslu 28. nóv. 1888, sonur Pálma bónda Jónsson- ar Pálmasonar, bónda í Stóradal. Jón gekk í Hólaskóla og lauk burt- fararprófi þaðan árið 1909. Hann tók við l)úi á Ytri-Löngumýri 1917, en síðan 192,5 hefir hann húið á Akri í Torfalækjarhreppi. Jón Pálmason byrjaði snennna að lála til sín laka um öll framfara- mál. Þegar á skólaárunum l>ar á því, að liann var aðsópsmikill og álmga- samur um allt, sem hann gekk að. 15ar mjög fljótt á honum sem góðum ræðumanni, en hann á öðrum mönn- um léttara um að klæða hugsanir sínar i skýran búning kjarnmikils og fagurs máls, enda er Jón Pálma- son nú alþekktur sem einn skelegg- asti og harðsnúnasti ræðumaður á þingi þjóðarinnar. Jón Pálmason var fvrst kosinn þingmaður Austur-Húnvetninga 1933 og vann þá hinn frækilegasta kosningasigur, en síðan hefir hann örugglega haldið þingsæti sinu með almennum vinsældum í héraði, þrátt fyrir mörg og mikil átök and- stæðinga hans. Heima í héraði hefir Jón gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hann var oddviti Svínavatnshrepps um 5 ára skeið, meðan hann bjó á Löngumýri, og í stjórn Kaupfélags Húnvetninga átti liann sæti í 8 ár. Hann hefir verið formaður Búnaðarsamhands Húnavatnssýslu frá því að það var stofnað. En meslu áhugamál Jóns Pálma- sonar liafa verið á stjórnmálasvið- inu. Ber margt til þess, að Jón hef- ir þar gerzt mikill og ötull forystu- maður. Það er fáum mönnum gef- ið, að sameina á jafn giftudrjúgan Iiátt einstakan og sivakandi áhuga og farsæla gætni. En það, sem öllu öðru fremur einkennir skapgerð þessa manns, er hin hispurslausa einlægni. Hún leiðir Jón Pálmason ævinlega til dyranna eins og hann er klæddur. Slíkir kostir eru til þess fallnir að skapa traust og vinfesti. Á þingi liafa flokksbræður Jóns falið honum hin þýðingarmestu trúnaðarstörf. Árið 1937 varð Jón fulltrúi Sjálfstæðisflokksins við end-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.