Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 21

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 21
Þ J Ó Ð I N 115 lega snjóskriða, ruddist niður hlíð- ina eins og risavaxinn foss og skall vfir bæ gömlu lijónanna! — Nágrannarnir fundu Guðrúnu litlu sitjandi í snjóskafli, grátandi og hálf ruglaða af liræðslu. Skammt frá lienni sat gamall og úfinn hrafn og krunkaði sultarlega. — Af bæ Friðfinns og Sigríðar sást ekki urm- ull eftir, og líkin fundust ekki fvrr en um vorið. Góða konán á nágrannabænum tók telpuna til sín og hjúkraði henni vel. Aldrei liafði Guðrúnu litlu lið- ið eins vel á æfinni. Góða konan átti margar hækur, sem hún mátti lesa, og hún kunni ósköpin öll af sögum. Þær.urðu mjög hændar hvor að annari, og telpan sárkveið fvrir þeirri stundu, er hún yrði að fara frá þessum hæ, þar sem allir voru góðir við hana. En liún gekk þess ekki dulin, að hún mvndi bráðlega verða sett niður hjá einhverju fólki, sem léti hana vinna myrkranna á milli, því þannig var farið með alla, sem voru á sveitinni. Einu sinni þeg'ar þær voru einar, sagði hún góðu konunni frá draumnum, sem hana dreymdi nótt- ina áður en hrafninn bjargaði henni. „Eg er alveg viss um, að hrafninn hefir langað til að gefa mér eitthvað i jólagjöf,“ bætti hún við. „Hann var alltaf svo vinalegur, þegar ég kom með matinn til lians. Og sannarlega gaf hánn mér líka gjöf, sem verl er um að tala!“ Góða konan horfði hugsi á telp- una dálitla stund, svo sagði hún hlíðlega: „Já, Guðrún mín, þú átt krumma mikið að þakka, *þvi að lif- ið er þó það bezla, sem hægt er að gefa nokkurri manneskju. -—: Mig langar nú líka til að gefa þér eitt- livað, því nú eru jólin á morgun. Við vorum að tala um það maður- inn irtinn og eg, að okkur þætti leitt að láta þig fara frá okkur aftur. Okkur hefir alltaf langað til að eign- ast barn, en það verður nú varla úr þessu. Þess vegna kom okkur saman um að spyrja þig, hvort þú vildir vera hjá okkur framvegis og vera dóttir okkar? Eg veit, að þig langar lil að fá að læra, og svo er guði fyrir þakkandi, að við erum dável efnum húin, svo þa'ð. verða einhver ráð með að láta það eftir það. — Hvað segir þú nú um þelta, litla vinkona mín?“ Guðrún litla gat ekki komið upp nokkru orði fyrir geðshræringu; hún horfði aðeins á góðu konuna og augu hennar fvlltust tárum. Slæmar horfur eru nú í frönsku borginni Grenoble, sem er mesta hanzkaframleiðsluborg þar i landi. í borginni eru 32 hanzkaverskmiðj- ur og unnu i þeim 8000 manns, áður en Þjóðverjar sigruðu Frakkland. Árið 1939 seldu Grenoble-verksmiðjurnar hanzka fyrir 107 millj. franka, en af þvi konni 07 millj. frá Bandaikjunum og Bretlandi. Nú eru þeir markaðir lokaðir og verk- smiðjurnar hætta störfum hver af annari.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.