Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 22

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 22
116 ÞJÓÐIN Flokksfréttir. Mörgum áhugasömum og ötulum Sjálfstæðismönnum virðist æði oft finnast, að lítið sé aðliafst innan Sjálfstæðisflokksins og betur megi herða róðurinn, ef duga skuli. Það er sizt af öllu ástæða til að harma það, að stöðugl séu menn, sem vilja herða sóknina. í því felst yfirleitt vottur sívakandi áhuga, sem örfar flokksstjórn og forráðamenn til auk- inna dáða. Ég er einn þeirra manna, sem á- byggilega vildi sizl af öllu draga úr því, að flokksstarfsemin sé aukin og efld. Samt sem áður finnst mér stundum bregða við, að flokksmenn séu ekki svo sjaldan ofur viðkvæmir fyrir hverri hræringu i herbúðum annarra flokka og hafi það til sam- anburðar við það, sem þeir telja að- gerðarlevsi í eigin flokki, jafnvel þó að þar hafi engu siður verið liald- ið á spöðunum. Ég er ekki alveg viss um, að j)að sé með öllu ágætt að láta sér alllaf vaxa í augum aðgerðir and- stæðinganna, en finnast stöðugt fátt um eigin flokksaðgerðir, jafnvel þó að mönnum kunni að ganga gott eitt til. Að minnsta kosti virðist ástæðu- laust annað, en að gera sér þó grein fyrir þvi, sem aðhafzt er, og meta það siðan eins og sakir standa til. Ég hefi því orðið við beiðni „Þjóðarinn- ar“ um það, að raða saman eftir- farandi yfirliti um flokksstarfsemi Sjálfstæðismanna frá síðasta sumri og að undanförnu, að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt um. Að vísu er aðeins stiklað á því stærsta og gripið það, sem efst er i minni eða auðvelt að henda reiður á. 1. SUMARSTARFSEMI S J ÁLFSTÆÐISM ANN A. Héraðsmót, fundir og félög. Það er tiltölulega nýr þáttur i starfsemi Sjálfstæðismanna, að efna til almennra héraðsmóta á sumrin. Þessi mót hafa ýmist verið haldin úti eða inni, eftir atvikum. Er sér- staklega til þeirra vandað á ýmsa lund og hafa þau víða þótt beztu samkomur, sem fólk á völ á. Að jafn- aði fara saman ræðuhöld og margvís- legar skemmtanir. Náið samstarf er milli miðstjórnai' flokksins og hér- aðsstjórna að því leyti að alla jafn- an mæta einhverjir fulltrúar mið- stjórnarinnar á mótunum. í sumar, sem leið, voru héraðsmót Sjálfstæð- ismanna haldin í flestum landshut- um. Héraðsmót í Borgarnesi: Sunnudaginn 30. júní var héraðs- mót Sjálfstæðismanna i Dalasýslu, Snæfellsnes-og Hnappadalss., Mýra- sýslu og Borgarfjarðarsýslu haldið í Borgarnesi. Bæðumenn voru alþing- ismennirnir: Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður, Thor Thors og Pétur Ottesen. Á mótinu var sameiginleg kaffidrykkja og að endingu dansað. Mótið sóttu um 4—500 manns.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.