Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 24

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.12.1940, Blaðsíða 24
118 I> J Ó Ð I N Héraðsmót að Selfossi: Héraðsmót Sjálfstæðismanna i Ár- nessýslu var haldið í Trvggvaskála að Selfossi, suiinudaginn 7. júlí. Mótið hófst með sameiginlegri kaffi- drykkju og ræðuliöldum,. Fjölda margar ræður voru fluttar og tóku þessir til máls: Eiríkur Einarsson, alþm., Bjarni Benediktsson, borgar- stjóri, Gunnar Tlioroddsen, lögfræð- ingur, Sigurður Ó. Ólafsson, Selfossi, form. sambandsstjórnar, Steinþór Gestsson, bóndi, Hæli, Jón Sigurðs- son frá Iljalla í Olfusi, sr. Eiríkur Stefánsson, Torfastöðum, Einar Gestsson, böndi, Hæli, Jóhann G. Björnson, bóndi, Brandshúsum, Jón Brvnjólfsson, bóndi, Ólafsvöllum, Sveinbjörn Kristjánsson frá ísafirði og Marteinn Björnsson. í ræðum innanbéraðsmanna kom berlega fram vaxandi áhugi fyrir málefn- um flokksins og eflingu flokks- starfseminnar. Að loknu samsæti var almenn dansskemmtun. Alls sóttu mótið fleiri hundruð manns. ! Samhandsfundur Sjálfstæðismanna í Árnessýslu var haldinn að Stokks- eyri sunnudaginn 15. desember. — Fulltrúar Sjálfstæðisfélaganna og trúnaðarmenn í sýslunni mættu á fundinum, alls nær 200 manns. Af hálfu miðstjórnar flokksins mætlu á fundinum form. flokksins Ólafur Thors atvinnumálaráðherra, Eiríkur Einarsson alþm., Bjarni Benedikts- son borgarstjóri og Jóhann IJafstein lögfræðingur. Sigurður Ó. Ólafsson, form. sambandsstjórnar stjórnaði fundinum. Fundurinn stóð nær 5 tíma og fóru fram stórnmálauniræð- ur og umræður um skipulagsmál flokksins í sýslunni. Héraðsmót að Strönd á Rangárvöllum. Sunnudaginn 21. júlí var liéraðs- mót Sjálfstæðismanna í Rangárvalla- sýslu haldið að Strönd á Rangárvöll- um. Veður var afbragðs gott og fjöl- jnenni alveg einstaklega niikið, allt að 900 manns. Hafði mikill þorri manna komið á bestum. Guðmundur Erlendsson, Núpi, formaður Sjálf- stæðisfélags Rangæinga, stjórnaði mótinu, en ræður fluttu Gunnar Thoroddsen, lögfr., Jón Kjartansson, ritstjóri, og Rjörn Loftsson frá Bakka. Veitingar og dans fóru fram i Rangæingabúð, hinu mikla sýslu- tjaldi Rangæinga. í nóvembermánuði liélt „Fjölnir“, félag ungra Sjálfstæðismanna í Rang. árvallasýslu, aðalfund og skemmtun að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Var þar afar fjölmennt, um 500 manns, nær eingöngu ungt fólk. Bogi Nikulásson, Sámsstöðum, var kosinn foi’maður félagsins að þessu sinni. Héraðsmót í Skagafirði: Sjálfstæðismenn í Skagafirði héldu liéraðsmót i Melsgili við Reynistað sunnudaginn 28. júlí. Veður var hið ákjósanlegasta og sóttu mótið um 700 manns. Eysteinn Rjarnason stjórnaði mótinu, en ræður fluttu: Pétur Ottesen, alþm., .Tóhann Haf- stein og Pétur Hannesson, sparisjóðs- stjói’i, frá Sauðárkróki. — Meðal skemmtiatriða var kórsöngur karla- kórsins „Heimir“ undir stjórn Jóns

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.