Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 3

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 3
5. árg ÞJÓDIN Reykjavik. 1. kefti. Bjarui Bcncdikisson, borgarsfjórit Hverjir hafa verið heilir í kjördæmamálinu? Kosningar þær, sem nú fara í hönd, eru fyrst og fremst um kjördæma- málið. Þar hafa andstæðingarnir, aðrir en Framsókn, nú loks fallist á tillögur, sem Sjálfstæðismenn hafa uppi haft síðasta áratuginn, en fram að þessu engan byr fengið hjá öðrum. Tillög- ur þessar sameina það tvennt, sem höfuðnauðsyn er við afgreiðslu þessa máls: Annarsvegar er náð fullu jafn- rétti milli flokka en hinsvegar halda sveitirnar sinni þingmannatölu. Hér er því eigi um að ræða að draga úr áhrifavaldi sveitanna, heldur ein- ungis að svifta Framsólin sínum rangfengna forrétti um fram aðra flokka þjóðarinnar. Sumir segja að vísu, að þessi skip- un sé eigi til lengdar viðunandi, vegna þess að hin ríku áhrif sveit- anna haldist eftir sem áður. En í þvi efni verða bæjarbúar að muna hina miklu erfiðari aðstöðu sveitafóllrsins um margt, og að mesta hagsmuna- mál kaupstaðarbúanna sjálfra er að takast megi betur en til þessa að halda jafnvægi í> þjóðfélaginu, þann- Bjarni Benediktsson ig að hinn stríði straumur fólksins úr sveitunum megi stöðvast. Þess- vegna mega bæjarbúar vel við una, að svo giftusamlega skuli hafa tek- ist að leysa málið, að þeir ná fullu flokkslegu jafnrétti, jafnframt því sem hagsmunum sveitanna er enn betur borgið en áður. Andstöðuflokkarnir hafa ásakað Sjálfstæðismenn um óheilindi í þessu

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.