Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 12

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 12
10 Þ J 0 Ð 1 N kommúnistar hafa jórtrað á hverj- um deiíi allt síðan vorið 1939, cl1 Sjálfstæðismenn mynduðu ríkis- stjórnina mcð Framsðknarmönnum og Alþýðuflokknum. I sama blaði Þjóðólfs er reynt að hafa áhrif á verzlunarmenn og því lofað að Þjóðveldissinnar skuli vinna að þeirra málum. Blaðið hrópar um að Sjálfstæðismenn hafi svikið mál- stað verzlunarmanna, en það er al- veg látið vera iið útskýra í hverju þau svilc eru fólgin. Það er aðeins drepið á að Sjálfstæðismenn hafi ekki lagt niður einkasölurnar. Það má vel vera að það megi álasa Sjálfstæðis- mönnum fyrir að hafa ekki gerl harðari hríð að einkasölufarganinu. en það er ekki hægt að sjá að slíkt sé Jjó næg ástæða til þess að verzt- unarmenn hlaupi almennt undir merki Þjóðveldissinna, en á lista þeirra, sem þeir bera nú fram í Reykjavílc er enginn einasti maður sein nokkuð hefir gert fyrir verzl- unarstétt landsins, eða sýnt áhuga í þá átt. IV. Hér skal ekki l'arið út í að ræða þá menn, sem standa að lista Þjóð- veldismanna. En svo mikið má segja að á lista þeirra í Reykjavík er ekki sjáanlegt Irvaðan þessum nýja flokki kernur vald til að setjast í dómara- sæti yfir þeim stjórnmálaflokkum, sem nú eru f landinu. Það verður ekki séð að þessir menn hafi þau málefni fram að færa, sem réttlæti slíkan ofmetnað. Vissulega blandast engum hugur um að flokkadeilurn- ar á Islandi hafa valdið mörgu tjóni. Áróðursaðferöirnar hai'a verið mis- jafnar og oft þannig, að þær hafa verið ósamboðnar virðingu almenn- ings. En þessi nýji flokkur, Þjóðveld- issinnar, virðast ekki a>tla að verða barnanna beztir í þessu efni. Blað þeirra er ful.lt af níði um einstaka menn. Fúkyrði og brígsl ljúka um liorð, eklti síður en hjá gömlu flokk- unum. Og hvernig á annað að vera, þegar það eru gamlir lærisveinar Jónasar frá Hriflu og aðdáendur og pelabörn hans, sem einkum hafa orð fyrir flokknum. Það getur ekkerl gott komið frá þeirri Nasaret. V. Það er eðlilégt að einstakir kjós- endur séu óánægðir með margt í fari stjórnmálaflokkanna. Sjálfstæðis- menn gagnrýna flokk sinn, eins og tilefnin gefast til, og er slíkt ekki annað en þroslcamerki. En fæstum kjósendum Sjálfstæðisflokksins mun detta / hug' að skifta á málcfnum þess flokks og hinum þokukenndu slagorðum Þjóðveldissinna um »dóni óháðs aðilja«. Um stefnu Þjóðveldis- sinna í eintökum málum, svo sem þeim er varða iðnað, landbúnað, sigl- ingar eða almenn menningarmál, er ekkert vitað. Þess er vandlega gætt að láta eltki neitt í ljósi um slíkt. Það má ekki koma illa við neinn. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að byggja sinn flokk. Róm var ekki reist á einum degi og flokkaskipun- in og þingræðið íslenzka er nu ekki nema tæplega 40 ára gamalt. Það má því búast við mörgum misfellum og Sjálfstæðisflokkurinn fer auðvitað Niðurl. á bls, 30.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.