Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 15

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 15
V J 0 Ð I N 13 auðkenni, sem menningin hefuv í liverju landi, þjóderni og tunga og þau andans afrek, sem unnin eru á henni eða bera mót þjóðarinnar, saga hennar og minjar. Pað er mjög í samræmi við þá kenningu, að allt vald sé frá þjóðinni. að iielgir dómar þjóðanna greina sundur lönd og ríki. Skáldið segir í alkunnum sálmi: Vertu oss fáum, fá- tækum, smáuni líkn í lífsstríði alda. Þessi orð hafa verið tilfærð í tíma og ótíma og eru nu heldur tekin að velkjasl. Það er orðskviður á Norðurliindum, að allir séu Smálend ingar gagnvart drottni, og það inundi skáldið hafa átt við með orðinu »smáir«. En þegar vitnað er til þessara orða. er vanalega miðað við aðra menn, og su notkun þei)"ra gefur tilefni til nokkurra athugasemda. Við Islendingar eru fáir. Er ekki bezt að snúa þessu lýsingarorði þegar í stað í tö'ur; þá kemst engin tilfinninga- þoka að. Þeir eru eitthvað lítið eitt yfir 122 þús. Það er ekkj mikið, Danir eru hátt á fjórðu milljón, Bretar 45--50 millj., og t. d. Indverjar 360 tnillj. eða meira. Samanburðurinn, sem í fyrstu er svo ægilegur, er óðar en varir hættur >ð vera það, en gefur tilefni til allskonar hugleiðinga. Ég skal láta mér nægja eitt; í menningu heimsins hafa smáþjóðirnav komið býsna mikið við sögu. og væri skarð fyrir skildi. ef þær hefðu ekki verið til; ég minntist í upphafi máls mín^ á Gyðinga, við minnumst borgríkjanna grísku og ítölsku, við minnumst nú fyrst og fremst frændþjóðanna á Norður- löndum, sem fremur öllum öðrum þjóðum á okkar dögum hafa sannað tilverurétt smáþjóðanna. En mannfæð Islendinga er miklu meiri en hinna Norð- urlandaþjóðanna, og þó að pappírspeningum rigni nú yfir okkur, verðum við ekki kallaðir auðug þjóð. Þessir tveir annmarkar há mörgu í menningarviðleitni okkar, og mun svo verða um langan aldur; en saga síðustu tveggja manns- Idra bendir ótvírætt á, að ekki sé ástæða til svartsýni, ef allt fer að sköpuðu. Jafnskjólt og við fengum nokkurt valcl yfir málum okkar sjálfir, byrjaði framsóknin. og það kynm að vera leitun á öðru eins átaki til að þoka menningu þjóð- ar sinnar fram á við og hér var gert. Nú erum við á sem

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.