Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 18

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1942, Blaðsíða 18
16 Þ J 0 Ð I N brigð og' eðlileg tiJraun að nema af öðrum verður að rót- leysi. Prédikun hinna útlendu hugsana, sem eiga við eða eigi ekki við í heimalandi þeirra. er svo áköf, að prédikararnir gleyma oft alveg hvar þeir eru staddir og að ýmislegt leiðir af því. Gptt dæmi um slíkt rótleysi ei maðurinn. sem hafði ekki annað að gera hernámsdaginn en að hneykslast á innrásinni — ekki í Island, heldur í Holland og Belgíu. Hann unni iýðræðinu ekki hætis-hót meira en nðrir, sem kenndu til fyrir sína þjóð, sem á þess- um degi var þröngvað inn á braut, sem enginn vissi og enginn veit enn hvert stefnir. Pað er heilbrigt að vera sár- ast til sinnar þjóðar. láta sér annast um hennar forlög, og það ríki, .sem á marga þegna, sem meta útlenda áróður- inn meira, fær ekki staðizt, eins og við höfum séð skýr og glögg dænii um í þessari styrjöld. Hver þjóð, sem vill lifa, verður að eiga sína helgu dóma og hafa þá í heiðri. Við eigum þetta fagra land, og í því hvíla bein feðra og mæðra og forfeðra, í kristnhm kirkjugörðum, í heiðnum haugum og dysjum. Hér hafa þau byggt sér hól, hér unnið í sveita síns andlits. Allt a þetta að vera okkur heilagt. Minningarnar um líf þeirra og starf, sigra og ósigra, gleði og sorg. Hin fagra og merki- iega tunga, sem eitt sinn gekk um öll Norðurlönd, en við ein höfum varðveitt, svo að vísan, sem Egill kvað á sjö- unda ári (Þat mælti mín móðir), er enn í dag skiljanleg hverju sex ára barni. Venjur og siðir, sem geymzt hafa frá. fyrri öldum, sögur og sagnir. Andi hinnar fornu menn- ingar fslendinga. List þeirra, í skurði, í drætti, söng og orði. öbrotgjarnast alls þessa hefur orðlistin verið, bók- menntirnar, þær hafa haldið lifandi hinum norræna anda, þær hafa bezl varðveitt málið frá afböltunum, þær hafa öllu öðru fremur stutt þjóðina, svo að hún sökk ekki of- an í villimennsku. Eitt einkenni hefur verið á íslenzkri menningu frá upphafi, og skyldi það ekki gleymast. Hún hefur Aerið eign allrar þjóðarinnar, hárra og lágra, auðugra og snauðra. Þetta

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.